Æfingarbúðir í frjálsum á vegum SamVest

Æfingarbúðir í frjálsum á vegum SamVest
08/06/2016 Svana Jóhannsdóttir

Eins og fram hefur komið í fréttum á FB-síðu SamVest, þá hefur verið í gangi undirbúningur æfingabúða SamVest í frjálsum.

Stefnt er að því að hafa 2ja daga æfingabúðir í Borgarnesi 15. – 16. júní nk. fyrir 10 ára og eldri. Planið er æfing og skemmtun í bland og svo er endað á stuttu æfingamóti á fimmtudeginum.

Kristín Halla hefur umsjón með þjálfuninni og einnig höfum við leitað til gestaþjálfara. Auk þess reynum við að fá heimsókn góðra gesta. Meira síðar um það.

Gróflega er dagskráin þannig:

15. júní

10:00 Mæting í grunnskólann Borgarnesi (þar verður gist)

10:30 Æfingar hefjast á frjálsíþróttavelli Hádegismatur, æfingar, kaffitími, sundferð

17:00 Seinnipartsæfing þar sem við gerum sérstaklega ráð fyrir að 14 ára og eldri geti mætt (þau sem eru ekki þátttakendur í æfingabúðunum, en mæta á þessa æfingu sérstaklega)

19:00 Kvöldmatur, kvöldvaka

 

16. júní

10:00 Æfingar hefjast á frjálsíþróttavelli að loknum morgunmat

Hádegismatur, æfingar, kaffitími og hvíld

Kl. 17 eða 17.30 (?) Stutt mót (ca. 1-1,5 klst.)

 

Hér má skrá þátttöku á sérstakt eyðublað – smellið hér.

 

Með kveðju,

SamVest, framkvæmdaráð og undirbúningshópur