Árshátið hestamanna á Vesturlandi

Árshátið hestamanna á Vesturlandi
09/11/2015 Jenný Nilsson

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi, Fosshóteli Reykholti 20. nóvember

Dagskráin hefst kl. 19:30 með fordrykk í boði Faxa

Borðhald hefst svo kl. 20:00

Á boðstólum er eftirfarandi:

Laxatvenna með smjörsteiktu brauði og klettasalati.

Lambakóróna með rósmaríngljáa borið fram með bakaðri kartöflu og pönnusteiktu grænmeti.

Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma.

Veislustjórn verður í höndum hins valinkunna Gísla Einarssonar sem mun án efa kitla hláturtaugarnar hjá okkur eins og honum einum er lagið.

Skemmtiatriði

Hljómsveitin Festival leikur fyrir dansi.

Verð: 8.500 fyrir mat og dansleik

Við pöntunum taka:

Gíslína Jensdóttir, 435 1370,  hellubaer@emax.is Kolbeinn Magnússon, 435 1394, storias@emax.is

Pantið endilega sem fyrst en í síðasta lagi þriðjudaginn 17. nóvember

Þeir sem ætla að gista á hótelinu eru beðnir um að panta það sjálfir.

Tveggja manna herbergi kostar 12.700 og eins manns herbergi kostar 11.100.

Síminn hjá Fosshótel Reykholt er: 435 1260