Starfsskýrsla UDN og aðildarfélagana

Starfsskýrsla UDN og aðildarfélagana
08/06/2020 Stjórn UDN

Ársskýrsla Glímufélags Dalamanna 2019

Starf Glímufélags Dalamanna (GFD) var aðeins með öðrum hætti meiri hluta ársins 2019. Þjálfarar félagsins, þær Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir og Svana Hrönn Jóhannsdóttir voru báðar í fæðingarorlofi og gátu því ekki þjálfað glímu. Jóhanna Vigdís Pálmadóttir og Dagný Sara Viðarsdóttir tóku að sér æfingar fyrir 1.-4. bekk um haustið. GFD sendi þó keppendur á bæði barna- og ungmennamót Glímusambands Íslands (GLÍ) og iðkendur á Ungmennabúðir GLÍ. Hér má sjá árangur keppenda árið 2019:

Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri:

Jasmin Hall Valdimarsdóttir: 2. sæti hjá 12 ára.

Jóhanna Vigdís Pálmadóttir: Íslandsmeistari hjá 13 ára.

Dagný Sara Viðarsdóttir: 3. sæti hjá 13 ára.

Mikael Hall Valdimarsson: 4. sæti hjá 10 ára.

 

Grunnskólamót GLÍ (keppt fyrir hönd Auðarskóla):

Matthías Hálfdán Hjaltason: 4. sæti hjá 6. bekk.

Kristey Sunna Björgvinsdóttir: 2. sæti hjá 6. bekk (minni).

Jasmin Hall Valdimarsdóttir: Grunnskólameistari hjá 6. bekk (stærri).

Embla Dís Björgvinsdóttir: 2. sæti hjá 6. bekk (stærri).

Kristín Ólína Guðbjartsdóttir: 3. sæti hjá 6. bekk (stærri).

Jóhanna Vigdís Pálmadóttir: Grunnskólameistari hjá 7. bekk

Dagný Sara Viðarsdóttir: 3. sæti hjá 7. bekk.

Birna Rún Ingvarsdóttir: 5. sæti hjá 7. bekk.

Fyrir hönd GFD

Svana Hrönn Jóhannsdóttir

 

 

Hestamannafélagið Glaður

Stóra-Vatnshorni 371 Búðardal www.gladur.is

 

Starfsský rsla Glaðs til UDN – starfsárið 2019

 

Hestamannafélagið Glaður starfaði af krafti á árinu 2019 eins og árin á undan. Aðalfundur var haldinn þann 9. apríl 2019 og svo aftur 28. maí sl. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð :

Valberg Sigfússon, formaður

Inga Heiða Halldórsdóttir, gjaldkeri

Vilberg Þráinsson, ritari

Skjöldur Orri Skjaldarson, meðstjórnandi

Þórarinn Birgir Þórarinsson, meðstjórnandi

Svanhvít Gísladóttir er varaformaður og situr stjórnarfundi skv. hefð.

Fundargerð aðalfunda og lög félagsins er að finna á vefnum okkar; www.gladur.is

Ársreikningi og félagatali hefur verið skilað í gegnum Felix að venju.

Félagafjöldinn í Glað hefur verið nokkuð stöðugur síðustu ár en fjölgar þó heldur sem er mjög ánægjulegt. Nú í maí 2020 eru félagar 164 og þar af eru 53 sextán ára og yngri.

 

Félagsstarf Glaðs byggist að mestu leiti á öflugu starfi í nefndum sem hver fer með sinn málaflokk. Þessar nefndir eru nú starfandi í félaginu: Fræðslu- og æskulýðsnefnd, kynbótanefnd, mótanefnd, reiðveganefnd, tölvu- og tækninefnd.

 

Mótahald

 

Mótahald var með hefðbundnum hætti hjá félaginu á árinu 2019. Haldin voru innanhússmót í febrúar og mars, vetrarleikar á reiðvellinum reiðvellinum í byrjum apríl og Hestaþing Glaðs, sem er opin gæðingakeppn var haldið 22. júní. Niðurstöður allra móta Glaðs má sjá á vef félagsins.

 

Fræðslu- og æskulýðsstarf

 

Mikill kraftur var í fræðslu og á æskulýðstarfi félagsins á árinu 2019. Helstu námskeið og viðburðir voru:

  • Helgarnámskeið í Skáney 19-21. janúar.
  • Sex vikna reiðnámskeið 11. febrúar til 4.mars
  • Sex vikna reiðnámskeið 25.mars til 5.maí
  • Útreiðanámskeið 23-27.júní
  • „Ævintýranámskeið“ í lok júlí.
  • Hópferð á sýninguna „Æskan og hesturinn“ í Reykjavík

 

Greinagóðar upplýsingar um námskeið og viðburði má finna í vandaðri skýrslu æskulýðsnefndar sem er öllum opin á vef Landssambands Hestamannafélaga, slóðin er: https://www.lhhestar.is/static/files/aeskuly-dssky-rsla-gladur-2019-send-til-lh.pdf

 

 

 

 

Ýmislegt annað

 

Talsvert var unnið að viðhaldi reiðvega en víða er orðið tímabært að huga að viðhaldi á þeim reiðvegum sem lagðir hafa verið á undanförnum árum. Styrkur kom til verksins af reiðvegafé.

Fulltrúar frá Glað sátu formannafund og ráðstefnu Landssambands hestamannafélaga í Reykjavík. Félagið á einnig fulltrúa í tölvunefnd og æskulýðsnefnd LH.

Rekstur reiðahallarinnar og vallarsvæðisins var með hefðbundnu sniði, ýmis endurbóta og viðhaldsverkefni eru framundan en ekki mikið framkvæmt á félagssvæðinu á árinu 2019.

Fyrir hönd Hestamannafélagsins Glaðs í lok maí 2020,

 

Valberg Sigfússon, formaður

 

 

 

Samstafsnefnd, Dögunar, Ólafs Pá, Æskunar og Stjörnunar

 

Samstarfsnefndin var með æfingar 2019

Frjálsíþrótta- og fótboltaæfingar voru 2 í viku yfir sumarið og 3 vikna leikjanámskeið fyrir 1-4 bekk.

Veturinn fyrir og eftir sumrið var boðið upp á körfubolta inn á laugum á miðvikudögum fyrir 5-10 bekk. Fótboltaæfingar voru 1 sinni í viku og frjálsíþróttaæfingar í dalabúð 1 sinni í viku.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Starfsskýrsla ungmennafélagsins Ólafs pá

 

Ungmennafélagið Ólafur Pá fjárfesti í húsnæði á árinu undir ræktaraðstöðu félagsins, og er húsnæði félagsins að vesturbraut 8.

Við náðum að opna í nokkra daga í mars áður en allt lokaði vegna covid-19. Við erum að klára vinnu í búningsklefum og þá verður aðstaðan fullkláruð, stefnum að opnun aftur í júní.

Þorrablót Ólafs Pá var haldið í janúar að vanda og gekk vel.

Ólafur Pá tekur þátt í samstarfi með dögun, æskuni og stjörnuni. Það voru haldnar æfingar sem kemur fram í skýrslu samstarfsnefndarinnar.

 

Jón Egill Jónsson

Formaður

 

 

Starfsskýrsla Stjörnunnar 2019

Stjarnan hélt þorrablót einsog verið hefur.

 

Eins og undanfarin ár þá var Stjarnan í samstarfi við Æskuna, Ólaf pá og Dögun um íþróttastarf í Dalabyggð.

 

Fh Umf. Stjörnunar

Arnar Eysteinsson

 

 

Ungmennafélagið Dögum

 

Dögun tekur þátt í samstarfsnefnd með Æskuni, Stjörnuni og Ólafi Pá. Þar er staðið fyrir æfingum allt árið um kring.

 

 

 

 

Ungmennafélagið Afturelding Reykhólahreppi

Ársskýrsla til UDN – starfsárið 2019.

 

Á starfsárinu voru haldnir 3 stjórnarfundir, tveir örfundir og aðalfundur var haldinn 20. mars 2019. Stjórnin hélst að öllu óbreytt en í henni sitja: Hlynur Stefánsson formaður, Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir gjaldkeri og Birgitta Jónasdóttir ritari. Auður Valdís Grétarsdóttir var kosin inn í stjórn á aðalfundinum.

 

Æfingar

Frjálsíþróttaæfingar voru haldnar tvisvar sinnum í viku í júní. Þjálfari var Dísa Ragnheiður Magnúsdóttir.

 

Foreldrar barna 5. -10. bekkjar skiptust á að sjá um fótbolta-  og körfuboltaæfingar  á vegum ungmennafélagsins frá miðjum september og út nóvember 2019.

 

Fimleikanámskeið var haldið helgina 19. – 20. október fyrir börn frá 1. – 10. bekk. Einnig var haldinn íþróttaskóli fyrir börn á leikskólaaldri þessa sömu helgi,              Þyrí Imsland sá um þjálfunina.

 

Styrktaræfingar  fyrir fullorðna voru haldnar í október – nóvember af Kolfinnu Ýr Ingólfsd. íþróttakennara.

 

Kvennahlaupið var á sínum stað þann 15. júní

 

Félgasmenn hafa verið hvattir til að sækja þau mót sem haldin hafa verið í nærsveitum eins og t.d. Fosshótelmótið í knattspyrnu sem haldið var á Patreksfirði, kvöldmót í frjálsum íþr. sem haldin voru á vegum UDN í Búðardal og síðan var mjög góð þátttaka á Unglingalandsmótinu sem haldið var á Höfn í Hornafirði yfir verslunarmannahelgina.

 

Styrkir 

Styrkur fékkst frá Orkubúi Vestfjarða.

 

 

Annað

Ungmennafélagið rekur æfingasal í kjallara sundlaugar.

 

Stjórnin 

Birgitta Jónasdóttir ritari

Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir gjaldkeri

Hlynur Stefánsson formaður

Auður Valdís Grétarsdóttir

 

 

Starfsskýrlsa ungmennafélagsins Æskunnar 2019

 

Æskan á og sér um Grafarlaug inn í Reykjadal, það var vatn í lauginni síðasta sumar en hún var ekki þrifin nógu oft og einnig átti að ráðast í framkvæmdir þar en ekki varð úr því, það stendur til bóta sumarið 2020.

Ekki var fleira gert á þessu starfsári.

Stjórn.
Fjóla Mikaelsdóttir Formaður
Ingvar Kristján Gjaldkeri
Sindri Geir Ritari