Tækifæri fyrir ungmenni 18- 30 ára!

Tækifæri fyrir ungmenni 18- 30 ára!
08/06/2015 Jenný Nilsson

Leiðtogaskóli NSU

Ungmennafélag Íslands er aðili að NSU – Nordisk Samorgnisations for Ungdomasarbejde en samtökin standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk á Norðurlöndum á hverju ári. Leiðtogaskóli NSU fer að þessu sinni fram í Styrn og Vågsøy dagana 10.-16.ágúst en flogið verður til og frá Bergen. UMFÍ á sæti fyrir fjóra þátttakendur á aldrinum 18.-30.ára að þessu sinni.

Yfirskrift leiðtogaskólans er Mountains & Fjords. Þú færð tækifæri til að efla leiðtogahæfileika þína, reynslu af því að leiða fólk inn á breytta tíma, reynslu af því að vinna með öðrum, aukna þekkingu á siðum og venjum annarra landa sem og tungumáli þeirra. Þátttakendur fá tækifæri til að reyna sig í ýmsum aðstæðum s.s. á fjalli, á sjó, á jökli, elda mat úti náttúrunni og fleira sem tengist náttúrunni okkar.

Þátttökugjald er 2000 nk. krónur ásamt ferðakostnaði en UMFÍ niðurgreiðir fyrir sína þátttakendur helming.

Umsóknafrestur er til 10.júní nk.

Allar nánari upplýsingar veitir

Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Landsfulltrúi UMFÍ
sabina@umfi.is