Keppnisferð til Frakklands

Keppnisferð til Frakklands
08/03/2023 Stjórn UDN

Þann 25. febrúar fór fram Opna franska meistaramótið í hryggspennu (e. backhold) í Langueux, Brittany í Frakklandi. 17 keppendur kepptu fyrir Ísland á vegum Glímusambands Íslands, en alls voru yfir 200 keppendur á mótinu. Glímufélag Dalamanna lét sig ekki vanta á þetta mót og fóru  sjö keppendur frá félaginu ásamt þjálfara sínum Guðbjörtu Lóu.

Hryggspenna er fangbragðaíþrótt og hafa okkar keppendur æft þessa tegund íþróttar í vetur en þetta var aðeins annað mót flestrar keppenda.

Hér að neðan er árangur okkar keppenda.

Dagný Sara Viðarsdóttir: 8. sæti í +70 kg flokki kvenna
Kristín Ólína Guðbjartsdóttir: 9. sæti í +70 kg flokki kvenna
Þórarinn Páll Þórarinsson: 8. sæti í +80 kg flokki stráka
Mirko Minicucci: 4. sæti í +74 kg unglingar yngri
Alexandra Agla Jónsdóttir: 2 sæti í flokki -64 kg
Benóní Meldal Kristjánsson: 3 sæti í flokki – 64 kg stráka
Mikael Hall Valdimarsson: 2 sæti í flokki – 70 kg stráka