Mót og fleira frá Hestamannafélaginu Glað

Mót og fleira frá Hestamannafélaginu Glað
02/02/2017 Svana Jóhannsdóttir

Smalinn og skemmtitöltið föstudaginn 3. febrúar

Keppt verður í Smala í Nesoddahöllinni föstudaginn 3. febrúar og hefst keppni kl. 20:00. Brautin verður tilbúin kl. 17 á mótsdag svo að keppendur geta prófað hana fyrir sjálfa keppnina.

Keppt verður í polla-, barna, unglinga, ungmenna- og opnum flokki (háð þátttöku).

Svala (861 4466, budardalur@simnet.is) og Þórður (893 1125, thoing@centrum.is) taka við skráningum í Smalann til kl. 12 á keppnisdegi. Skráningargjald er kr. 1.000 í alla flokka nema pollaflokk, þar er ekkert gjald tekið.

Að Smalanum loknum fer fram keppni í Skemmtitölti en í það er hægt að skrá á staðnum. Það er eingöngu ætlað fullorðnum keppendum.

Mætum nú vel í höllina okkar og skemmtum okkur saman yfir léttri keppni!

 

Næstu mót

Næsta mót á eftir Smalanum er Tölt 25. febrúar og svo þarnæst Þrígangur 11. mars. Nú hefur verið ákveðið að keppt verði í Fimiæfingum á þrígangsmótinu í mars en ekki á töltmótinu eins og áður var auglýst.

Til glöggvunar má geta þess að með fimiæfingum er hér átt við æfingar eins og stökk á hring, sniðgang, krossgang, framfótasnúning og hraðabreytingar.

 

Meistaradeildin á Dalakoti

Dalakot ætlar að sýna Meistaradeildina í vetur eins og í fyrra svo það er upplagt fyrir hestamenn að hittast þar og horfa á keppnina saman. Fyrsta mótið er Fjórgangur fimmtudaginn 9. febrúar og hefst kl. 18:30.

 

Frá Hrossaræktunarsambandi Vesturlands:

Ræktun Vesturlands 2017

Hrossaræktarsamband Vesturlands stefnir að því að halda ,,Ræktunarsýningu Vesturlands 2017″ í reiðhöllinni Faxaborg laugardaginn 25. mars n.k.  Þau ræktunarbú á Vesturlandi sem hafa áhuga á að koma þar fram og kynna bú sín og gæðinga hafið samband í gegnum netfangið hrossvest@hrossvest.is og látið vita af áhuga ykkar. Einnig er leyfilegt að benda á góða gripi og góð bú í gegnum þetta sama netfang. Það er stjórn Hrossaræktarsambandsins sem stendur að sýningunni og fulltrúar úr stjórn sem setja sýninguna upp og verða í sambandi við þá sem koma til með að verða með hesta á  sýningunni.