SamVest æfing í frjálsum íþróttum

SamVest æfing í frjálsum íþróttum
01/05/2014 stjori

Kynning til iðkenda og foreldra

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar

í frjálsum íþróttum fyrir iðkendur sína.  Æfingin fer fram í Laugardalshöllinni,

Reykjavík, sunnudaginn 6. apríl 2014 frá kl. 12.00 – 14.30.

 

Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:

Æfingin er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2004) og eldri

Krakkarnir fara í aldursskiptar æfingastöðvar (sjá hér síðar)

Stefnt er að því að taka fyrir eftirtaldar greinar – nöfn þjálfara verða birt síðar:

Hástökk: gestaþjálfari

Þrístökk: gestaþjálfari

Kringlukast og sleggjukast: gestaþjálfarar

Grindahlaup: gestaþjálfari

Hlaup – hittingur „hlaupahóps SamVest“ og Gunnars Páls Jóakimssonar,

þjálfara hjá ÍR en hann hefur útbúið hlaupaprógramm fyrir okkar krakka,

einkum þau eldri.

Lok æfingar um 14.30. Eftir æfingu ætlum við að borða saman í húsnæði

ÍSÍ (í göngufæri). Verðupplýsingar síðar.

Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu – létt hressing/nesti meðan á

æfingu stendur er í boði SamVest – en matur eftir æfingu greiðist af hverjum

þátttakanda fyrir sig.

 

Kæru iðkendur og foreldrar!

 

Endilega fjölmennum – gaman saman, í frjálsum!

Við þurfum að vita hverjir koma á æfinguna og hverjir verða í mat:

Endilega látið vita um mætingu með því að skrá ykkur eða ykkar barn fyrir kl. 22.00

fimmtudagskvöldið 3. apríl nk. á Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir

SamVest-liðar geta fengið aðgang að.

 

Með frjálsíþróttakveðju,

Framkvæmdaráð SamVest hópsins