UDN leitar að áhugasömum að taka þjálfarastig 1 hjá ÍSÍ

UDN leitar að áhugasömum að taka þjálfarastig 1 hjá ÍSÍ
04/02/2019 Stjórn UDN

UDN

Auglýsir eftir einstaklingum sem hafa áhuga á þjálfun og hefðu áhuga á að taka þjálfaranám ÍSÍ 1 stig

Þetta eru 8 vikur í fjarnámi, hefst mánudaginn 11.febrúar. skráningu lýkur föstudaginn 8. febrúar.  Áhugasamir hafið samband við Jón Egill 867-5604 eða á mailið tomstund@dalir.is

 

Stiginn eru 3 allt í allt og hægt að lesa um stigin hérna.

http://www.isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/

 

Þjálfari 1

Átta vikna námskeið í fjarnámi.

Inntökuskilyrði: Lágmarksaldur 16 ár. Grunnskólapróf.

Skilgreining: Að loknu þessu stigi á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi. Til þess þarf hann að hafa grundvallarþekkingu á líkamlegum og andlegum þroska barna og unglinga. Hann þarf að þekkja starfsemi líkamans auk helstu aðferða við kennslu. Þjálfarinn á að kunna helstu grunnatriði í tækni, leikfræði og reglum í séríþróttagrein.

Uppbygging náms:
 Námið skiptist í almennan hluta (50%) og sérgreinahluta (50%). Námskeiðið er 120 kennslustundir, 60 í almenna hlutanum og 60 í sérgreina-hlutanum.

Öll námsgögn eru inn í verðinu.

Námskeiðið kostar 30.000- og mun UDN styrkja hluta námskeiðisins.