Lög UDN

1584_udn_logo

Lög Ungmennasambands Dalamanna og Norður Breiðfirðinga

 1. grein

Sambandið heitir Ungmennasamband Dalamanna og Norður Breiðfirðinga, skammstafað UDN. Starfssvæði sambandsins nær yfir Dalasýslu og Austur-Barðastrandasýslu.

 

 1. grein

Merki sambandsins er blár þríhyrningur með hvítum toppi og hvítri umgjörð. Á þríhyrningi þessum eru þrír fljúgandi svanir og undir þeim stendur UDN.

 

 1. grein

Tilgangur sambandins:

 1. Að efla íþróttir og viðhalda þeim meðal félaga innan sambandsins, með því að styrkja íþróttanámskeið og halda íþróttamót þar sem fram fari íþróttakeppni og íþróttasýningar svo oft sem sambandsþing telur nauðsynlegt og framkvæmanlegt.
 2. Að vinna að kynningu æskunnar á sambandssvæðinu og hjálpa félagsmönnum og öðrum æskulýð til aukins menningarþroska.
 3. Að vinna að öðru leyti samkvæmt stefnuskrá UMFÍ og ÍSÍ.

 

 1. grein

Þau félög geta fengið inntöku í sambandið sem starfa á sambandssvæðinu á grundvelli UMFÍ og ÍSÍ og samþykkja stefnuskrár þeirra. Inntökubeiðni sendist formanni sambandsins ásamt lögum félagsins, nöfnum stjórnarmanna og félagsskrá.

 

 1. grein

Vilji félag ganga úr sambandinu skal það senda skriflega úrsögn fyrir sambandsþing. Eigi getur félag sem gengur úr sambandinu krafist endurgjalds á fé sem það hefur lagt til sambandsins.. Einnig sé það skuldlaust við sambandið. Ennfremur er félginu skylt að senda fulltrúa á viðkomandi sambandsþing og geri þar grein fyrir úrsögn félagsins.

 

 1. grein

Hvert félag innan sambandins greiðir í sambandssjóð ár hvert fyrir hvern félaga 16 ára og eldri. Sambandsþing ákveður upphæð skattsins.

Við hver áramót skulu stjórnir sambandsfélaganna skila skýrslu um hag sinn og starfsemi samkvæmt fyrirmælum UMFÍ og ÍSÍ. Skýrslu þessari skal skila til UDN fyrir sambandinsþing.

 

 1. grein

Á sambandsþingi eiga sæti fulltrúar frá félögum þeim sem í sambandinu eru á hverjum tíma. Hvert félag má senda einn fulltrúa fyrir hverja byrjaða tvo tugi 16 ára og eldri. Miðast það við félagatölu sem gefin er upp á skýrslum um hver áramót.

 

 1. grein

Stjórn sambandsins skipa 5 menn: formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Kosning er til 2 ára. Annað árið er kosinn formaður og ritari en hit árið varaformaður, gjaldkeri og meðstjórnandi. Endurkosning er leyfileg. Þó má skorast undan endurkosningu jafn langan tíma og viðkomandi hefur setið í stjórn. Ennfremur skulu árlega kjörnir 1. og 2. Varamaður stjórnar ásamt tveimur skoðunarmönnum reikninga og tveimur til vara.

 

 1. grein

Formaður boðar til stjórnarfunda og sambandsþings, eftir sáðstöfun stjórnar, einnig ber honum að boða til fundar ef tvö eða fleiri aðildarfélög fara fram á fund með stjórn sambandsins og fulltrúum frá öllum aðildarfélögum. Formaður skal sjá um eða annast allar framkvæmdir sambandsisn milli þinga og fyrirskipanir sambandsþinga. Ennfremur leggja fyrir sambandsþing ýtarlega skýrslu um starfsemi sambandsins. Ritari heldur gjörðabók yfir störf sambandsins og tekur á móti skýrslum frá félögum. Auk þess skal hann rita annað það er sambandið þarfnast og formaður krefst. Gjaldkeri hefur á hendi innheimtu á gjöldum sambandsins, greiðir reikninga þess og heldur glöggan reikning yfir tekjur og gjöld sambandsins, sem ásamt eignarskýrslu leggist fyrir sambandsþing á hverju ári.

 

 1. grein

Hvert félag er ekki ekki stendur í skilum með gjöld sín, nýtur ekki fyrirgreiðslu vegna íþróttakennslu né annars á vegum sambandsins.

 

 1. grein

Sambandsþing er haldið á hverju ári í febrúar – apríl, til skiptis hjá félögum sambandsins. Skal til þess boðað skriflega með minnst 10 daga fyrirvara. Sambandsþing úrskurðar reikninga sambandsins, kýs stjórn þess, skoðunarmenn reikninga og fulltrúa á sambandsþing UMFÍ/ÍSÍ og semur fjárhagsáætlun fyrir næstkomandi ár. Tekur ennfremur til umræðu og úrskurðar þau mál sem fyrir það eru lögð. Lögmætt er sambandsþing ef löglega er til þess boðað.

 

 1. grein

Reikningsár sambandsins miðast við almannaks árið.

 

 1. grein

Allir aðilar innan sambandsins skulu þúast.

 

 1. grein

Lögum sambandsins má eigi breyta nema á sambandsþingi og þarf 2/3 greiddra atkvæða til. Í öðrum málum ræður meirihluti greiddra atkvæða.

 

 1. grein

Öll félög innan sambandsins eru skyld að hlýða þeim ákvæðum sambandslaga UMFÍ/ÍSÍ sem ekki eru í lögum þessum.

 

 1. grein

Viðauka og skýringar á lögum þessum má gjöra með þingsályktun.

 

 1. grein

Lög þessi öðlast gildi nú þegar.