Aðalfundur Glaðs 11. apríl

Aðalfundur Glaðs 11. apríl
04/04/2016 Jenný Nilsson

Aðalfundur Glaðs verður haldinn í Leifsbúð í Búðardal mánudaginn 11. apríl næstkomandi og hefst fundurinn kl. 20:30.
Dagskrá skv. lögum félagsins:

  1. Kosning starfsmanna fundarins
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
  3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
  5. Reikningar bornir undir atkvæði.
  6. Lagabreytingar [engar fyrirhugaðar].
  7. Kosningar skv. 6. grein.
  8. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar.
  9. Ákvörðun árgjalds.
  10. Önnur mál.

 

Undir 7. dagskrárlið verða að þessu sinni kosnir ritari, gjaldkeri og varamenn þeirra í stjórn til 3 ára, annar tveggja skoðunarmanna til 2 ára, fulltrúi á Landsþing LH og fulltrúar á sambandsþing UDN.

 

Á fundinum mun stjórn félagsins óska eftir heimild til að ákveða að Glaður leggi fram fé í því skyni að lækka skuldir Nesodda ehf.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfund og taka þátt í umræðum sem varða félagið okkar!

Fréttin er tekin af heimasíðu Glaðs (www.gladur.is).