Stjórn
Nafn | Staða | Símanr | Tölvupóstur |
Styrmir Sæmundsson | Formaður | 847-8097 | |
Herdís Erna Matthíasdóttir | Ritari | 690 3825 | |
Sandra Rún Björnsdóttir | Gjaldkeri | 867 0250 | |
Um félagið
Ungmennafélagið Afturelding var stofnað árið 1924.
Af vef Reykhólahrepps (http://www.reykholar.is/frettir/90_sambandsthing_UDN_haldid_a_Reykholum/)
“Meðal sambandsfélaga UDN er Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi, sem stofnað var árið 1924. UDN tók á sig núverandi form árið 1972 þegar sameinuð voru Ungmennasamband Dalamanna (stofnað árið 1918) og Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga (stofnað árið 1936).
Í 90 ára afmælisfagnaðinum, sem haldinn var í Búðardal, flutti Egill Sigurgeirsson á Mávavatni á Reykhólum samantekt um stofnun Ungmennasambands Norður-Breiðfirðinga og ungmennafélög sem starfað hafa í Austur-Barðastrandarsýslu. Þar kemur fram, að á fyrri tíð voru starfandi ungmennafélög í öllum hreppunum fimm í sýslunni, sem frá 1987 mynda saman Reykhólahrepp hinn nýja. Eftirfarandi kom fram í máli Egils:
Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga var stofnað í Flatey 1. desember 1936 og hafði Ungmennafélagið í Flatey forgöngu um stofnun þess. Sambandssvæðið spannaði Austur-Barðastrandarsýslu með eftirtöldum félögum:
- Ungmennafélagið í Flatey, stofnað 1909 (ekki vitað hvenær það varð óvirkt).
- Ungmennafélagið Vísir í Múlasveit, stofnað 1928 (síðasti skráði fundur 1957).
- Ungmennafélagið Hvöt í Gufudalssveit, stofnað 1927 (starfsemin leggst af um 1956).
- Ungmennafélagið Unglingur í Geiradal, stofnað 1909 (síðasti skráði fundur 1980, sameinað Aftureldingu 1989).
- Ungmennafélagið Elding í Reykhólasveit, líklega 1906-1910, en litlar heimildir eru til um félagið.
- Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólasveit, stofnað 1924, starfar enn og er jafnframt eina starfandi ungmennafélagið í Austur-Barðastrandarsýslu / Reykhólahreppi.
Áður en Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga var stofnað tilheyrðu félögin á svæðinu Ungmennasambandi Vestfjarða (UMSV).”
Stjórn
Nafn | Staða | Símanr. | Tölvupóstur |
Hrefna S Ingibergsdóttir | Formaður | 4341287 | valthufa@simnet.is |
Þuríður Jóney Sigurðardóttir | |||
Sigrún Birna Halldórsdóttir | 8615998 | sigrunogvilli@gmail.com |
Um félagið
Ungmennafélagið Dögun var stofnað 21. apríl 1916 á Staðarfelli. Starfsvæði þess er Fellsströnd.
Heimild: Héraðsskjalasafn Dalasýslu
Stjórn
Nafn | Staða | Símanr. | Tölvupóstur |
Jóhann Eysteinn Pálmason | Formaður | hlidarferdir@simnet.is | |
Um félagið
Glímufélag Dalamanna er stofnað 1998. Félagið stendur fyrir glímuæfingum og hafa félagar náð góðum árangri á glímumótum um land allt.
Lög
Í vinnslu…
Stjórn
Nafn | Staða | Símanr. | Tölvupóstur |
Valberg Sigfússon | Formaður | 8940999 | |
Inga Heiða Halldórsdóttir | Gjaldkeri | 864 2172 | |
Vilberg Þráinsson | Ritari | 863 2059 | |
Þórarinn B Þórarinsson | Meðstjórnandi | 864 2163 | |
Skjöldur Orri | Meðstjórnandi | 8992621 |
Um félagið
Hestamannafélagið Glaður var stofnað á Nesodda í Miðdölum árið 1928 af 17 stofnfélögum. Félagið er næstelsta hestamannafélagið á landinu, aðeins Fákur er eldra. Fjöldi félaga hefur á undanförnum árum verið í kringum 150. Flestir virkir félagsmenn búa í Dalabyggð en nokkrir einnig í Reykhólahreppi. Félagið hefur komið sér upp góðri aðstöðu til mótahalds í Búðardal og á meirihluta í Nesodda ehf. sem á og rekur reiðhöll þar. Félagsbúningur Glaðs er ljósgrár jakki með rauðum klút í brjóstvasa, hvít skyrta, rautt bindi og svartar buxur.
Lög
1. grein
Nafn félagsins er Hestamannafélagið Glaður. Heimili þess og varnarþing er í Dalasýslu. Félagið er aðili að L.H., UDN, og ÍSÍ og er það háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.
2. grein
Markmið félagsins er að efla áhuga manna á hestum, stuðla að góðri meðferð þeirra, vinna að framgangi hestaíþrótta og gæta hagsmuna félagsmanna. Í samræmi við ofangreind markmið hyggst félagið vinna að eftirfarandi verkefnum:
- Að byggja upp nauðsynleg mannvirki vegna starfsemi félagsins, svo sem velli og félagshús.
- Að gefa kost á sem víðtækastri fræðslu um hesta, notkun þeirra og umhirðu, m.a. með fræðsluerindum og reiðnámskeiðum.
- Að beita sér fyrir því að reiðvegir verði lagðir.
- Að koma á framfæri sjónarmiðum félagsmanna í málum sem varða sameiginlega hagsmuni þeirra svo sem skipulags-, landnýtingar- og umferðarmálum m.a. gagnvart ríkisvaldi og sveitarfélögum.
- Að halda góðhestakeppnir, íþróttamót, kappreiðar og sýningar ásamt því að leggja reiðhestakynbótum lið svo sem kostur er.
3. grein
Félagi í Hestamannafélaginu Glað getur hver sá orðið sem þess óskar og er reiðubúinn til þess að hlíta lögum og reglum félagsins.Stjórnin skráir nýja félagsmenn en skal kynna þá og bera upp til samþykktar á næsta aðalfundi.
4. grein
Aðalfundur ákvarðar félagsgjald. Félagar 13-16 ára greiða lægra gjald eftir ákvörðun aðalfundar. Félagar 12 ára og yngri greiða ekki félagsgjöld.Félagsgjald skal greiða fyrir 1. júlí ár hvert.
5. grein
Félagar sem skulda félagsgjöld frá fyrri árum hafa eigi atkvæðisrétt á fundum félagsins né keppnisrétt innan þess.Þeim sem ekki greiða félagsgjöld tvö ár í röð er heimilt að víkja úr félaginu.
6. grein
Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum, formanni, gjaldkera, ritara og tveimur meðstjórnendum og skulu þeir kosnir skriflega til þriggja ára í senn. Formaður er kosinn eitt árið, gjaldkeri og ritari annað árið og tveir meðstjórnendur þriðja árið. Varastjórn skal kosin á sama hátt. Skulu kosningar þessar fara fram á aðalfundi. Kjósa skal tvo skoðunarmenn reikninga til tveggja ára í senn og ganga þeir úr sitt árið hvor.Kosning fulltrúa á ársþing LH og Sambandsþing UDN fer fram skv. Lögum viðkomandi félagasamtaka. Formaður félagsins er sjálfkjörinn fulltrúi en aðrir fulltrúar skulu kosnir með skriflegri kosningu á aðalfundi.Kjörgengir á LH þing eru félagsmenn 16 ára og eldri.
7. grein
Formaður er fulltrúi félagsins út á við og hefur yfirumsjón með öllum framkvæmdum þess. Stjórn boðar félagsfundi svo oft sem þurfa þykir. Í fundarboði skal tilgreina fundarefni.Ritari geymir bækur og skjöl félagsins og ritar gerðabók á fundum.Gjaldkeri hefur fjárreiður félagsins með höndum og annast innheimtur og greiðslur. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Stjórninni er skylt að boða til fundar ef tíu félagsmenn eða fleiri óska þess skriflega. Fundir skulu boðaðir með sjö daga fyrirvara. Fundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
8. grein
Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn fyrir 15. apríl ár hvert og skal hann boðaður með sjö daga fyrirvara. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála. Sé um lagabreytingu að ræða skal tilkynna það í fundarboði og til að þær nái fram að ganga þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.
9. grein
Dagskrá aðalfundar skal vera
- Kosning starfsmanna fundarins
- Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
- Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
- Reikningar bornir undir atkvæði.
- Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði.
- Kosningar skv. 6. grein.
- Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar.
- Ákvörðun árgjalds.
- Önnur mál.
10. grein
Ef um er að ræða að leysa félagið upp verður það að gerast á fundi þar sem mættir eru minnst 3/4 félagsmanna og verður þa því aðeins gert að að 2/3 hlutar fundarmanna greiði atkvæði með því. Að öðrum kosti verður að boða til annars fundar og verður þá félagið leyst upp á löglegan hátt ef 2/3 hlutar fundarmanna án tillits til þess hve margir eru mættir á fundinum greiði því atkvæði. Verði félagið leyst upp af einhverjum ástæðum skulu eignir þess renna til UDN. Ákvæði til bráðabirgða. Lög þessi öðlast gildi við sameiningu Hestaíþróttadeildar Glaðs og Hestamannafélagsins Glaðs að fenginni staðfestingu aðalfunda beggja félaganna. Samþykkt á aðalfundi félagsins 28. apríl 1998. Breyting samþykkt á aðalfundi 12. apríl 2007.
Stjórn
Nafn | Staða | Símanr. | Tölvupóstur |
Jón Egill Jónsson | Formaður | 867 5604 | jonki83@gmail.com |
Ingibjörg Jóhannsdóttir | Gjaldkeri | 896 8315 | ibbaj@gmail.com |
Bergþóra H. Jóhannsdóttir | Ritari | ||
Um félagið
Umf. Ólafur pái var stofnað 1909. Starfsvæði þess er Laxárdalur.
Heimild: Héraðsskjalasafn Dalasýslu
Stjórn
Nafn | Staða | Símanr. | Tölvupóstur |
Arnar Eysteinsson | Formaður | 8939528 | arnare68@gmail.com |
Jón Egill Jóhansson | Gjaldkeri | 8670892 | bjargeys@simnet.is |
Heiðrún Sandra | Ritari | 772-0860 | heidrunsandra@gmail.com |
Um félagið
Ungmennafélagið Stjarnan var stofnað 1. desember 1917 í fundarhúsi hreppsins. Starfsvæði þess var Saurbærinn, en eftir að ungmennafélögin í næstu svæðum hafa hætt starfsemi hefur starfsvæðið stækkað og nær það nú yfir Skarðsströnd, Saurbæ og Hvammssveit.
Heimild: Héraðsskjalasafn Dalasýslu
Stjórn
Nafn | Staða | Símanr. | Tölvupóstur |
Fjóla Mikaelsdóttir | Formaður | 695 6576 | |
Ingvar Kristján Bæringsson | Gjaldkeri | 897 0452 | |
Sindri Geir Sigurðarson | Ritari | 857 5058 | |
Um félagið
Ungmennafélagið Æskan var stofnað 19. apríl 1928 í þinghúsi Miðdalahrepps á Nesodda. Starfsvæði félagsins var í upphafi Miðdalir. Um 1940 bættist við Haukadalur og Hörðudalur eftir að Sundfélag Hörðdælinga hætti starfsemi eftir 1964.
Heimild: Héraðsskjalasafn Dalasýslu