Æfingar sumarsins og leikjanámskeið

UDNÆfingar, Fréttir

Frjálsar íþróttir og fótbolta æfingar hefjast niðrí dal fimmtudaginn 4. júní.

Berghildur Pálmadóttir

Verður með frjálsar íþróttir á þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:00 – 17:00.

Sindri Geir Sigurðarson

Verður með fótboltaæfingar á þriðjudögum og fimmtudögum.

1 – 5 bekkur æfa 17:00 – 18:00

6 – 10 bekkur æfa 18:00 – 19:00

 

 

Leikjanámskeið

Leikjanáskeiðið í ár hefst mánudaginn 8.júní og líkur 25.júní.

Námskeiðið er frá mánudegi til fimmtudags frá 13:00 – 16:00 og skulu krakkarnir taka með sér nesti fyrir 1 nestistíma. Það er 1 frídagur á þessu tímabili og er það miðvikudagurinn 17. Júní.

Leiðbeinendur í ár eru Soffía Meldal Kristjánsdóttir og Sara Björk Karlsdóttir.

Við ætlum að stækka námskeiðið í ár og vera með 2 hópa.

1-4 bekkur verða saman eins og vanalega.

5-6 bekkur. Koma ný inn og verða með í sumar. Þessi aldur hefur verið útundan seinustu ár varðandi afþreyingu á sumrinn. Við viljum koma til móts við það og hafa skemmtilega dagskrá fyrir þau líka

Verð á barn er 10 þús.

Skráning hjá mér

Jón Egill Jónsson

867-5604

udn@udn.is