Góður árangur hjá 6. flokki Undra krakka á smábæjarleikunum sem voru haldnir 15.- 16. júní síðastliðinn á Blönduósi. Krakkarnir hrepptu fyrsta sætið eftir spennandi undanriðil og úrslitaleik. Fínasta fótboltaveður, skýjað en þurrt að mestu. Flestir krakkarnir voru að fara á sína fjórðu Smábæjarleika og stórir draumar í farteskinu, sigur í sínum flokki. Liðið endaði í öðru sæti í sínum riðli …
Guðmundur Kári varð í 1. sæti í Álafosshlaupinu
Álafosshlaupið fór fram mánudaginn 12. júní, í Mosfellsbæ. Álafosshlaupið er sögufrægt hlaup sem fyrst var hlaupið árið 1921 að frumkvæði Sigurjóns Péturssonar á Álafossi og hefur verið haldið með hléum síðan. Framan af var hlaupið á milli Álafoss og Melavallarins í Reykjavík, síðan færðist hlaupið í nágrenni Álafoss. Kveikjan var sigling Einars Péturssonar, bróður Sigurjóns, um Reykjavíkurhöfn á kappróðrarbáti sínum …
Öruggt sumar :)
Í sumar eru ýmsar samkomur, viðburðir og mannamót þar sem börn koma að. Því er mikilvægt að öll þau sem koma að skipulagningu og framkvæmd íþrótta- og æskulýðsstarfs séu upplýst um það til hvers er ætlast af þeim varðandi hegðun og framkomu. Þá er einnig mikilvægt að þekkja einkenni ofbeldis og vita hvert skal leita ef vaknar grunur um að …
Guðmundur Kári í 3. sæti í Vormaraþoni 2024
Guðmundur Kári Þorgrímsson er í fantaformi þessa daganna og hleypur undir merkjum UDN bæði í götu- og víðavangshlaupum. Þann 25. apríl síðastliðin fór víðavangshlaup ÍR fram í samstarfi við Nivea, Sportvörur og Lindex. Víðavangshlaupið er eitt vinsælasta og fjölmennasta 5 km keppnishlaupið sem fram fer á Íslandi enda er hlaupið í hjarta Reykjavíkurborgar þar sem hlaupaleiðin liggur um miðbæ hennar. …
GFD á Bikarmeistaramóti GLÍ
Bikarameistaramót GLÍ fór fram á Blönduósi þann 17. febrúar síðastliðinn og sendi GFD vænan hóp á mótið og uppskáru keppendur góðan árangur og ekki að sjá annað en þetta hafi verið góður dagur. Mótið var fjölmennt og voru glímdar vel á annað hundrað viðureignar Árangur iðkenda má sjá hér að neðan 3. sæti 12 ára drengja Grétar Bæring Helguson 2. …
UMF Afurelding hittir í mark
Íslandsmeistaramót U16/U18 í bogfimi var haldið síðastliðna helgi og átti UMF Afturelding sannarlega frábæra helgi þar. Félagið vann til tveggja Íslandsmeistaratitla, þrjú silfur og tvö brons, ásamt því að slá eitt Íslandsmet í U16 flokki. Ingólfur Birkir Eiríksson – Íslandsmeistari berboga U16 karla Svanur Gilsfjörð Bjarkason – Silfur berboga U16 karla Ásborg Styrmisdóttir – Silfur berboga U16 kvenna Ásborg Styrmisdóttir – Silfur …
Vel heppnuð íþróttavika að baki
23. – 30. september var Íþróttavika Evrópu. Í stuttu máli er markmiðið með Íþróttaviku Evrópu að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. UDN fékk þrjá fyrirlestra á sambandssvæðið „Hættu að væla, komdu að kæla“ með Andra. Margrét Lára og Einar Örn voru með fyrirlestur í fyrir unglingastig Auðarskóla og Reykhólaskóla „Andleg …
Lokahóf UDN
Lokahof UDN fór fram í Reykhólaskóla þann 27. september síðastliðinn. Ungmennafélagið Afturelding bauð uppá bogfimikynningu sem einnig var hluti af íþróttaviku Evrópu. UDN bauð uppá grillaða hamborgara og drykki, síðan voru veittar viðurkenningar fyrir þátttöku á kvöldmótnunum í sumar. Keppendur fengu einnig skjal sem sýndi þeirra árangur í sumar í þeim greinum frjálsra íþrótta sem þau kepptu í. …
Dagskrá UDN á íþróttaviku Evrópu
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. UDN með stuðningi Dalabyggðar og Reykhólahrepps verður með nokkra dagskrá og hvetur alla íbúa sveitarfélaganna að taka þátt og fylgjast með …
UDN á ULM
Dagana 3. – 6. ágúst var haldið Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki. Þar voru þreyttar hinar ýmsu keppnir/þrautir eins og hestaiþróttir, kökuskreytingar, frisbígolf, fótbolti, grashandbolti, körfubolti, grasblak, stafsetning, upplestur, frjálsar íþróttir, bogfimi o.fl. UDN átti 14 iðkendur á þessu móti og stóðu þeir sig afskaplega vel, það ríkti almennt gleði, jákvæðni og áhugi enda er það stóri tilgangur ferðarinnar, ekki satt …