SJÁLFBOÐALIÐAR

UDNFréttir Leave a Comment

Smáþjóðaleikarnir þarfnast framlags sjálfboðaliða.

Býr kraftur í þér?

Smáþjóðaleikarnir 2015 eru einstakur viðburður og stærsta verkefni sem ÍSÍ hefur tekið að sér. Störf sjálfboðaliða skipa mikilvægan sess á Smáþjóðaleikunum og því leitar ÍSÍ til þjóðarinnar um aðstoð.

Áætlað er að um 1200 sjálfboðaliðar starfi á leikunum í fjölbreyttum verkefnum.

Langar þig að taka þátt í Smáþjóðaleikunum 2015 sem sjálboðaliði?

Hefur þú áhuga á því að kynnast fólki í jákvæðu og skemmtilegu umhverfi?

Vilt þú leggja þitt af mörkum til íþróttafólksins, fylgjast með besta íþróttafólki Evrópu og jafnvel að sjá ný íþróttamet slegin?

Smelltu á boxin hér fyrir neðan til að skrá þig sem sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikunum 2015, eða fá frekari upplýsingar um sjálfboðaliðastörfin og fatnað sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikunum.

Einnig er hægt að hringja í Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í síma 514-4000514-4000 og fá aðstoð við að skrá sig sem sjálfboðaliða.

Nánari upplýsingar:

Brynja Guðjónsdóttir
Verkefnastjóri sjálfboðaliða
Sími: 820-7188 / 514-4024
Netfang: sjalfbodalidar@iceland2015.is

Skildu eftir svar