Sumarstarf ungmennafélaganna

UDNFréttir Leave a Comment

Sumarstarf Ungmennafélaganna

 

Leikjanámskeið

Í sumar verður haldið leikjanámskeið fyrir börn fædd árin 2005-2008. Fyrirhugað er að námskeiðið verði í 3 vikur og mun það byrja 22. júní og verður til 9. júlí, námskeiðið verður 4 sinnum í viku. Námskeiðisgjald mun vera 10.000 kr. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Gunnur Rós Grettisdóttir. Skráningar skulu berast til Pálma Jóhannssonar í síma 8640560 eða á netfang annaogpalmi@gmail.com

 

Frjálsíþróttaæfingar og Fótboltaæfingar

 

Frjálsíþrótta- og fótboltaæfingarnar verða með hefðbundnu sniði í sumar. Þær verða 2 í viku á mánudögum og fimmtudögum, frjálsar frá kl 17:00-18:00 og fótboltaæfingar frá 18:00-19:00.

Gunnur Rós Grettisdóttir verður þjálfari á frjálsíþróttaæfingunum og Vésteinn Örn Finnbogason mun þjálfa Fótbolta. Engin æfingagjöld verða á frjálsíþrótta- eða fótboltaæfingar. Fyrstu æfingarnar eru þriðjudaginn 16. júní.

 

Ólafur Pái, Stjarnan, Æskan, Dögun

Sumarstarf-Ungmennafélagana

Skildu eftir svar