Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 18. – 19. júní næstkomandi. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum.
Dagskrá:
Laugardagur 18. júní
Kl. 10:00 Forkeppni
1. Tölt (T3) opinn flokkur
2. Barnaflokkur
10 mínútna hlé
3. Unglingaflokkur
4. Ungmennaflokkur
MATARHLÉ
5. B-flokkur gæðinga
15 mínútna hlé
6. A-flokkur gæðinga
Hlé til kl. 20:00
Kl. 20:00 Kvölddagskrá:
1. Ræktunarbússýningar
2. Kappreiðar og flugskeið
250 m skeið
250 m brokk
250 m stökk
100 m skeið (flugskeið)
3. Úrslit í tölti
Sunnudagur 19. júní
Kl. 13:00 Úrslit
1. Barnaflokkur
2. B-flokkur gæðinga
10 mínútna hlé
3. Unglingaflokkur
4. Ungmennaflokkur
10 mínútna hlé
5. A-flokkur gæðinga
Athugið að öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum flokki og auglýst hér með fyrirvara um breytingar.
Skráning:
Skráningar fara fram með skráningakerfi SportFengs, slóðin er http://skraning.sportfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins.
Skráningargjald er kr. 1.500 í barnaflokk og unglingaflokk en kr. 2.500 í allt annað. Skráð verður á staðnum í kappreiðarnar en skráningar í gæðingakeppni, tölt og 100 m skeið þurfa að berast fyrir kl. 20:00 að kvöldi miðvikudagsins 15. júní. Sami tímafrestur gildir um greiðslu skráningagjalda í þessar greinar.
Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Svölu í síma 861 4466 eða með netfangi budardalur@simnet.is
Þórð í síma 893 1125 eða með netfangi thoing@centrum.is
Ráslistar verða birtir á vef Glaðs föstudaginn 17. júní. (www.gladur.is)
Fréttin er tekin af vefsíðu Glaðs.