Laufey Fríða Þórarinsdóttir – Íþróttamaður UDN 2016

UDNFréttir

Laufey Fríða hefur í mörg ár verið dugleg að taka þátt í keppni á vegum Glaðs og er oft í verðlaunasætum. Hún vann unglingaflokk á tölmótinu okkar á síðastliðnu ári. Á vetrarleikunum vann hún unglingaflokk í bæði fjórgangi og tölti. Á íþróttamóti Glaðs vann hún aftur bæði tölt unglingaflokks og fjórgang unglingaflokks. Á Hestaþingi Glaðs keppti hún upp fyrir sig í tölti og náði 2. sæti í opnum flokki í tölti. Hún var efsti Glaðsfélaginn í þeirri grein. Hún vann Unglingaflokkinn á þessu opna móti. Hún tók þátt í úrtökumóti fyrir Landsmót í Borgarnesi og vann sér þar inn keppnisrétt á Landsmóti fyrir Glað. Hún keppti á Landsmótinu að Hólum í Hjaltadal og stóð sig vel þótt hún næði ekki verðlaunasæti.

Laufey Fríða keppir hér Stefáni frá Hvítadal á Hestaþingi Glaðs sem fór fram 10. júní s.l.

Stjórn UDN óskar Laufeyju innilega til hamingju með titilinn.