Lokahófið, viðurkenningar og stigagjöf.

UDNAuglýsingar, Fréttir

Lokahófið

Viðurkenningar og stigagjöf fyrir frjálsar og fótbolta

UDN veitir viðurkenningar fyrir frjálsar og fótbolta á lokahófi, þetta eru viðurkenningar fyrir mætingu á æfingar og mót, viðurkenningar fyrir frammistöðu, viðurkenningu fyrir framfarir og að lokum fyrir besta afrek karla og kvenna. Iðkendur safna stigum fyrir að mæta á frjálsíþróttaæfingar, fótboltaæfingar og mót sem er síðan skoðað í lok sumars þegar finna á út hverjir fá viðurkenningu fyrir góða mætingu.

 

Hvatningaviðurkenning

  • 10 ára og yngri sem hafa mætt á æfingu eða mót fá öll hvatningarverðlaun.
  • 11 ára og eldri þurfa að mæta á 70% af æfingum sumarsins og mæti á tvö kvöldmót til að frá hvatningarverðlaun í frjálsum.
  • 11 ára og eldri þurfa að mæta á 70% af æfingum sumarsins til að fá hvatningarverðlaun í fótbolta.

Stefnt er að svipuðum reglum frá hestamannafélagi Glaðs og Glímufélagi Dalamanna.

Þátttökuviðurkenning

  • Allir sem mæta á Kvöldmót UDN fá viðurkenningu fyrir mætingu.

Framfaraskjöl

  • Verðlaun fyrir mestu framfarirnar sem verða metnar eftir stigatöflu FRÍ og skoðaðar framfarir frá árinu áður.

Afreksverðlaun (KK og KVK)

          Þau sem náðu bestu afrekunum – farið verður eftir stigatöflu FRÍ.