Starfsskýrslur félaganna fyrir 2018

UDNAuglýsingar, Fréttir

Starfsskýrsla ungmennafélagsins Æskunnar 2018.

 

Starfið var með nokkuð hefðbundnu sniði, nú er allt æskulýðsstarfið í höndum samstarfsnefndar ungmennafélaganna og fögnum við því mjög, okkar fulltrúi í samstarfsnefndinni er Pálmi Jóhannsson.

Grafarlaug er enn í endurbyggingu og vonumst við eftir að ljúka ákveðnum áfanga í sumar þannig að hægt sé að ljúka jarðraski þar, síðastliðið sumar var vatn í lauginni og var hún notuð talsvert, við vitum að ef þar verður alvarlegt slys þá eru líkur á við getum ekki haft hana opna án eftirlits, því höfum við haft hana vatnslausa á föstudögum og laugardögum og beðið um að ekki sé áfengi haft um hönd því við teljum að það auki hættuna á alvarlegu slysi.

Íþróttavöllurinn okkar á Nesodda sem við eigum skuldlaust hefur verið lítið notaður en er alltaf til staðar.

Þrekvirki, sem hefur haldið utan um námskeiðahald félagsins var ekki starfrækt á árinu en stendur vonandi til bóta.

Ársport er líkamsrækt sem félagið rekur í samstarfi við Kvenfélgið Fjólu er starfrækt í Árbliki.

Göngudagur Æskunnar er fastur liður í starfinu, gengið er um fornar slóðir , að gömlum eyðibýlum eða á áhugaverða staði, búið er að ganga flestar slóðir í Suðurdölum en sl sumar var gengið fram Reykjadal og gekk sú ferð vel og var þátttaka með ágætum.

 

Íslandi allt

Finnbogi Harðarson formaður.

Fjóla Mikkaelsdóttir gjaldkeri.

Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir ritari.

 

Ársskýrsla Glímufélags Dalamanna 2018

Starf Glímufélags Dalamanna var mjög gott árið 2018. Æfingar Glímufélags Dalamanna fóru fram vikulega yfir veturinn í Dalabúð. Tvær æfingar voru í boði, fyrir 1.-4. bekk og 5.-7. bekk. Þjálfarar voru Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir og Svana Hrönn Jóhannsdóttir. Þann 10. mars fór fram Grunnskólamót GLÍ í Reykjanesbæ. Fyrir hönd Auðarskóla mættu sjö keppendur og stóðu sig mjög vel. Embla Dís Björgvinsdóttir varð Grunnskólameistari í 5. bekk, Jasmin Hall Valdimarsdóttir varð í 2. sæti og Kristey Sunna Björgvinsdóttir varð í 6. sæti. Hjá 6. bekk varð Birna Rún Ingvarsdóttir í 2. sæti og Dagný Þóra Arnarsdóttir varð í 3. sæti. Í 6. bekk stærri varð Jóhanna Vigdís í 2. sæti og Dagný Sara Viðarsdóttir varð í 5. sæti. Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri fór fram á Reyðarfirði 20. október. Embla Dís Björgvinsdóttir varð í 2. sæti í flokki 11 ára stúlkna, Jasmin Hall Valdimarsdóttir varð í 4. sæti og Kristey Sunna Björgvinsdóttir varð í 5. sæti. Birna Rún Ingvarsdóttir varð í 2. sæti í minni flokki 12 ára stelpna og Dagný Þóra Arnarsdóttir varð í 5. sæti. Jóhanna Vigdís Pálmadóttir varð í 2. sæti í stærri flokki 12 ára stelpna og Dagný Sara Viðarsdóttir varð í 5. sæti. Mikael Magnús Svavarsson varð Íslandsmeistari hjá 12 ára strákum.

Í september hélt Glímusamband Íslands æfingabúðir á Laugum í Sælingsdal í samstarfi við GFD. Sjö fyrrnefndar stúlkur frá GFD mættu og æfðu undir handleiðslu bestu glímufólks landins. GFD fékk styrk úr verkefnasjóði UMFÍ fyrir æfingabúðunum og niðurgreiddi fyrirlestur Pálmars Ragnarssonar, en hann hélt fyrirlestur um samskipti í íþróttum, hugarfar og markmiðasetningu.

 

Fyrir hönd Glímufélags Dalamanna

Svana Hrönn Jóhannsdóttir

 

Starfsskýrsla Glaðs til UDN – starfsárið 2018

Hestamannafélagið Glaður starfaði af krafti á árinu 2018 eins og árin á undan. Aðalfundur var haldinn
þann 8. apríl 2018 og aðalfundur 2019 er boðaður þann 9. apríl næstkomandi. Stjórn félagsins er nú
þannig skipuð :
Valberg Sigfússon, formaður
Svala Svavarsdóttir, gjaldkeri
Vilberg Þráinsson, ritari
Viðar Þór Ólafsson, meðstjórnandi
Þórarinn Birgir Þórarinsson, meðstjórnandi
Svanhvít Gísladóttir er varaformaður og situr stjórnarfundi skv. hefð.
Fundargerð aðalfundar 2018 og lög félagsins er að finna á vefnum okkar; www.gladur.is
Ársreikningi og félagatali verður skilað í gegnum Felix að venju.
Félagafjöldinn í Glað hefur verið nokkuð stöðugur síðustu ár þó einhverjir hætti og aðrir bætist við.
Nú í mars 2019 eru félagar 159 og þar af eru 47 sextán ára og yngri.
Félagsstarf Glaðs byggist að mestu leiti á öflugu starfi í nefndum sem hver fer með sinn málaflokk.
Þessar nefndir eru nú starfandi í félaginu: Fræðslu- og æskulýðsnefnd, kynbótanefnd, mótanefnd,
reiðveganefnd, tölvu- og tækninefnd.
Mótahald
Mótahald var með hefðbundnum hætti hjá félaginu á árinu 2018. Haldin voru þrjú innanhússmót í
febrúar og mars: Smalamót, Þrígangsmót og Töltmót. Vetrarleikar eru fyrsta útimótið okkar og var
haldið á reiðvellinum í byrjum apríl. Opið hestaíþróttamót sem halda átti í apríl var því miður fellt
niður vegna dræmrar þátttöku. Úrtökumót fyrir landsmót var sameiginlegt með Dreyra á Akranesi 9-
10 júní. Gæðingakeppni okkar, Hestaþing Glaðs var svo haldið í júní og var það sömuleiðis opið mót.
Þrír fulltrúar frá Glað kepptu svo á Landsmóti í Víðidal. Niðurstöður allra móta Glaðs má sjá á vef
félagsins.
Fræðslu- og æskulýðsstarf
Hópur barna úr Glað fór á helgarnámskeið í Skáney 19-21. janúar fullt var á námskeiðið. Það hefur nú
þegar verið endurtekið á árinu 2019.
Linda Rún Pétursdóttir reiðkennari var með reiðnámskeið í febrúar og mars. Þátttaka var góð.
Farin var hópferð á sýninguna „Æskan og hesturinn“ í Reykjavík eins og undadnfarin ár
23.-25. júlí var vönum börnum boðið upp á hestaferð þar sem foreldrar og aðstandendur voru
velkomnir með. Þátttaka var framar vonum og ferðin gekk prýðilega í alla staði.
Ýmislegt annað
Lítillega var unnið að viðhaldi reiðvega en víða er orðið tímabært að huga að viðhaldi á þeim
reiðvegum sem lagðir hafa verið á undanförnum árum. Styrkur kom til verksins af reiðvegafé.
Skemmtikvöld var haldið 18. apríl og þar voru m.a. veittar viðurkenningar fyrir árangur í keppni.
Nokkur kvöld hittust Glaðsfélagar líka og horfðu saman á beina útsendingu frá Meistaradeild í
hestaíþróttum.
Þrír fulltrúar frá Glað sátu þing Landssambands hestamannafélaga á Akureyri 12-14. október Félagið á
einnig fulltrúa í Tölvunefnd LH.
Glaður er meirihlutaeigandi í reiðhöll í Búðardal, Nesoddahöllinni. Húsið var nokkuð skuldsett og
rekstur þess erfiður,raunar svo mjög að ljóst var orðið að stórátak þyrfti til að afstýra því að illa færi.
Á árinu 2018 tókst það að lokum. Með myndarlegum framlögum Dalabyggðar, Glaðs og
Hrossaræktarsabands Dalamanna tókst að ná samkomulagi við lánadrottna um uppgjör allra skulda.
Það er gríðarlegur léttir en ekki þar með sagt að öllum fjárútlátum sé lokið. Margt er óklárað og
ýmislegt þarfnast viðhalds. Það treystum við okkur hins vegar til að gera á okkar hraða og með þeim
fjármunum sem við öflum á hverjum tíma.
Hestamannafélagið Glaður er næst elsta hestamannafélag landsins og fagnaði 90 ára afmælii sínu á
árinu 2018. Af því tilefni riðu félagsmenn til sérstakrar hátíðarmessu í Hjarðarholtskirkju þann 19.
ágúst. Að sjálfsögðu var sól blíða. Vegleg afmælishátíð var haldin að Laugum 19. nóvember. Við það
tilefni voru 8 einstaklingar gerðir að heiðursfélögum. Aðsókn var góð og hátíðin þótti heppnast vel.
Félaginu bárust kveðjur og gjafir frá nágrannafélögum og frá Landssambandi Hestamannafélaga.
Fyrir hönd Hestamannafélagsins Glaðs í lok mars 2019,1

Valberg Sigfússon, formaður

 

Ungmennafélagið Afturelding Reykhólahreppi

Starfsskýrsla Aftureldingar til UDN – starfsárið 2018

Á starfsárinu 2018 voru haldnir 6 stjórnarfundir, einn örfundur og aðalfundur var haldinn 27. febrúar. Þá fóru úr stjórn Björn Samúelsson og Guðrún Guðmundsdóttir. Inn kom Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir. Birgitta Jónasdóttir og Hlynur Stefánsson sátu áfram í stjórn.

Æfingar

Fótbolta- og körfuboltaæfingar voru haldnar einu sinni í viku frá febrúar til maí 2018, fyrir 1.-10. bekk. Styrmir Gíslason og Ágústa Klara Ágústsdóttir sáu um þjálfunina.

Fimleikanámskeið var haldið helgina 12. – 13. maí, einnig var haldinn íþróttaskóli fyrir leikskólabörnin sömu helgina og sá Þyrí Imsland um þessi námskeið.

Fjálsíþróttaæfingar voru haldnar frá 5.- 28. júní á þriðjudögum og miðvikudögum sem og sundæfingar alla fimmtudaga á þessu tímabili. Þjálfari var Dísa Ragnheiður Magnúsdóttir.

Frjálsíþróttaæfingar, fótbolta- og körfuboltaæfingar voru haldnar á vegum félagsins frá ágúst – des. 2018. Þessar æfingar voru fyrir 1-4. bekk. Þjálfarar voru  Ágústa Klara Ágústsdóttir, Styrmir Gíslason og Svanborg Guðbjörnsdóttir.

Fótboltaæfingar fyrir 5-10. bekk voru haldnar á þriðjudögum frá október – desember 2018. Þjálfari var Ágústa Klara Ágústsdóttir.

Sundæfingar fyrir 3.-10. bekk voru haldnar í október-nóvember. Þjálfari var Andrea Björnsdóttir

 

Æfingar utan Reykhólahrepps.

Kvöldmót UDN voru haldin í dalnum í Búðardal 25. júní og 13. ágúst.

Metamót var haldið 13. júlí einnig í Búðardal, góð þátttaka var meðal okkar félaga.

Viðburðir

Kvennahlaupið var 2. júní. Í boði voru 4 vegalengdir 2 km, 3. km, 5 km og 7 km. Vegna veðurs var ekki mikil þátttaka en þó hlupu um 15 konur.

Ungmennasamband Dalamanna og Norður Breiðfirðinga varð 100 ára 24. maí 2018 og af því tilefni hélt sambandið afmæli í Dalabúð 1. september.  Góð þátttaka var meðal okkar félaga.

Mót

Félagsmenn hafa verið hvattir til að sækja þau mót sem haldin hafa verið í nærsveitum t.d. Fosshótelmótið í knattspyrnu sem haldið var á Patreksfirði, kvöldmót í frjálsum í Búðardal síðan var farið á unglingalandsmótið í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina.

Styrkir

Styrkur fékkst frá Orkubúi Vestfjarða.

Annað

Í kjallara sundlaugarinnar er rekinn þreksalur.

 

Hlynur Stefánsson formaður

Birgitta Jónasdóttir ritari

Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir gjaldkeri.

 

 

Starfsskýrsla 2018

Ungmennafélagið Ólafur Pái

 

Á árinu 2018 var ungmennafélagið Ólafur Pá þáttakandi í samstarfi ungmennafélaganna um sameiginlegar sumar og vetrar æfingar fyrir born og unglinga.

Líkt og undanfarin ár hefur líkamsræktarstöðin að Vesturbraut 20 verið vel nýtt. En fjölgar sen er góð þróun.

Umsjónarmaður með salnum er Ingibjörg Jóhannsdóttir

Við keyptum nýtt hlaupabretti og talsvert af minna dóti, viljum auka búnaðin okkar á hverju ári.

Það voru hóptímar í nokkrar vikur og voru þeir tímar vel sóttir.

Þorrablót var haldið eins og önnur ár og var afkoman góð þetta árið.

Aðalfundur var haldin og nokkrir stjórnarfundir

 

Stjórn Ólafs Pá

Jón Egill Jónsson formaður

Ingibjörg Jóhannsdóttir gjaldkeri

Bergþóra Jóhannsdóttir ritari

 

 

Starfsskýrsla Stjörnunnar 2018

Stjarnan hélt þorrablót einsog verið hefur.

Félagar Stjörnunnar tóku þátt í kvöldmótum og Unglingalandsmótinu sem var haldið í Þorlákshöfn.

Eins og undanfarin ár þá var Stjarnan í samstarfi við Æskuna, Ólaf pá og Dögun um íþróttastarf í Dalabyggð.

 

Starfsskýrsla umf.Dögun 2018

Starfið síðastliðið ár var með nokkuð hefðbundnum hætti, eða frekar rólegt.

Dögun tók þátt í samstarfi við hin ungmennafélögin í Dalabyggð um skipulag íþróttastarfsins bæði síðastliðið sumar og svo í vetur. Samstarfið gekk vel.

Þar sem frekar fá ungmenni eru innan okkar félags höfum við reynt að styðja þau til þeirra tómstunda sem þau velja sjálf og er almenn ánægja með það.

Ungmennafélagið á eignarhlut í félagsheimilinu að Staðarfelli. Dalabyggð annast reksturinn en Dögun og aðrir eigendur aðstoða við viðhald og endurbætur félagsheimilisins og kaup á áhöldum og búnaði.

 

 

Starsskýrsla samstarfsnefndar 2018

Samstarf ungmennafélaganna í Dalabyggð gekk vel árið 2018. Í nefndinni eru Arnar Eysteinsson, Pálmi Jóhannsson, Sigrún Birna Halldórsdóttir og Jón Egill Jónsson.

Knattspyrnuæfingar voru í boði bæði um sumarið og í vetur. Æfingarnar eru 2 í viku og er það aukning að bjóða upp á æfingar 2 í viku allt árið um kring.

Frjálsaríþróttir voru kenndar á vellinum í Búðardal frá júní til Ágúst ásamt því að haldin voru 3 mót.

Þjálfarar voru Sindri Geir Sigurðarson og Steinþór Logi Arnarsson.

Við vorum með 3 vikna leikjanámkeið fyrir 7 til 10 ára í júni- júlí og gekk það vel.

Umsjón þar var: Íris Dröfn Brynjólfsdóttir, Sindri Geir Sigurðarson.

Samstarfsnefndin styrkti síðan sín börn í sundnámskeiði sem haldið var í dalabúð í nóvember.

 

Fyrir hönd samstarfsnefndar

Jón Egill Jónsson

 

Skýrsla stjórnar

Á árinu voru haldnir 6 stjórnarfundir og 1 formannafundur.

Styrkur Dalabyggðar var borgaður út í apríl. Styrkurinn skiptist þannig að samstarfsnefnd ungmennafélagana fékk 600.000 kr. Glaður 400.000 kr og Glímufélag Dalamanna fékk 100.000 kr.

Ársþing UDN var haldið í Dalabúð 5. apríl. 100 ára afmælisár og því viðeigandi að UDN héldi þingið. Þær Herdís Erna Matthíasdóttir og Jóhanna Sigrún Árnadóttir voru kjörnar áfram í stjórn og Sindri Geir Sigurðarson kom nýr inn fyrir Ingveldi Guðmundsdóttur.

Unglingalandsmótið var haldið í Þorlákshöfn. Gaman var að sjá hvað keppendur okkar dreifðust í margar keppnisgreinar eins og hestaíþróttir, fótbolta, frjálsar, glímu, sandkastalagerð, stafsetningu og fleira.

Lokahóf UDN var haldið á Reykhólum. Þar var farið í leiki, grillaðir hamborgarar og veitt verðlaun fyrir sumarið, fyrir ástundun og bestan árangur í frjálsum íþróttum og fótbolta.

Við héldum upp á 100 ára afmæli UDN 1. september í Dalabúð.
Afmælisnefnd klæddi sig upp í gamla búninga og einnig var tilefnið nýtt til að heiðra fólk sem hefur unnið gott starf fyrir félagið gegnum árin. ÍSÍ veiti starfsmerki, þau hlutu,
Jóhanna Sigrún Árnadóttir, Svanborg Guðbjörnsdóttir, Gústaf Jökull Ólafsson, Ingvar Samúelsson og Bryndís Karlsdóttir.

UMFÍ veiti silfurmerki, þau hlutu.
Kristján Jóhannsson, Jón Egilsson, Hrefna Sumarlína Ingibergsdóttir, Herdís Erna Matthíasdóttir og Ingveldur Guðmundsdóttir.

UMFÍ veiti Jóhanni Pálmasyni gullmerki UMFÍ og er hann vel að því kominn fyrir starf sitt í þágu glímu á Íslandi og sérstaklega í Dalabyggð.

Sambandsþing UMFÍ var haldið 20. október á Ísafirði og fór Jón Egill Jónsson fyrir hönd UDN.

Formannafundur UDN var haldinn 14. nóvember. Góð mæting var á fundinn. Rætt var um starfsemi UDN og fleira.

Formannafundur ÍSÍ var í laugardalshöll 16. nóvember og fóru Jón Egill Jónsson og Jóhanna Sigrún Árnadóttir fyrir hönd UDN.

675 félagsmenn voru í UDN í lok árs 2018. Starfandi félög innan UDN eru ungmennafélögin Afturelding, Dögun, Ólafur Pái, Stjarnan og Æskan. Hestamannafélagið Glaður og Glímufélag Dalamanna. Starfandi ráð innan UDN er frjálsíþróttaráð.

Fyrir hönd stjórnar,

Heiðrún Sandra, formaður