ÍÞRÓTTAELDHUGI ÁRSINS 2024 opið fyrir tilnefningar

UDNUncategorized

ÍÞRÓTTAELDHUGI ÁRSINS Íslendingar eru  hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.   Íþróttaeldhugi ársins verður tilnefndur samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2024. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir þessari tilnefningu. Almenningi gefst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða til 5. desember á vefslóðinni https://isi.is/fraedsla/ithrottaeldhugi-2024/. Leitað er eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa …

Íþróttavika !

UDNUncategorized

Íþróttavika Evrópu fer fram vikuna 22. – 30. september. Góð dagskrá af alskonar viðburðum bæði í Dalabygg og Reykhólahreppi. Ekki láta þetta framhjá ykkur fara. Hreyfum okkur og höfum gaman saman. #BeActive !

Titill á smábæjarleiknunum

UDNUncategorized

Góður árangur hjá 6. flokki Undra krakka á smábæjarleikunum sem voru haldnir 15.- 16. júní síðastliðinn á Blönduósi. Krakkarnir hrepptu fyrsta sætið eftir spennandi undanriðil og úrslitaleik. Fínasta fótboltaveður, skýjað en þurrt að mestu. Flestir krakkarnir  voru að fara á sína fjórðu Smábæjarleika og stórir draumar í farteskinu, sigur í sínum flokki. Liðið endaði í öðru sæti í sínum riðli …

Guðmundur Kári varð í 1. sæti í Álafosshlaupinu

UDNUncategorized

Álafosshlaupið fór fram mánudaginn 12. júní, í Mosfellsbæ. Álafosshlaupið er sögufrægt hlaup sem fyrst var hlaupið árið 1921 að frumkvæði Sigurjóns Péturssonar á Álafossi og hefur verið haldið með hléum síðan. Framan af var hlaupið á milli Álafoss og Melavallarins í Reykjavík, síðan færðist hlaupið í nágrenni Álafoss. Kveikjan var sigling Einars Péturssonar, bróður Sigurjóns, um Reykjavíkurhöfn á kappróðrarbáti sínum …

Öruggt sumar :)

UDNUncategorized

Í sumar eru ýmsar samkomur, viðburðir og mannamót þar sem börn koma að.  Því er mikilvægt að öll þau sem koma að skipulagningu og framkvæmd íþrótta- og æskulýðsstarfs séu upplýst um það til hvers er ætlast af þeim varðandi hegðun og framkomu. Þá er einnig mikilvægt að þekkja einkenni ofbeldis og vita hvert skal leita ef vaknar grunur um að …

Vel heppnuð íþróttavika að baki

UDNFréttir, Uncategorized

23. – 30. september var Íþróttavika Evrópu. Í stuttu máli er markmiðið með Íþróttaviku Evrópu að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. UDN fékk þrjá fyrirlestra á sambandssvæðið „Hættu að væla, komdu að kæla“ með Andra. Margrét Lára og Einar Örn voru með fyrirlestur í fyrir unglingastig Auðarskóla og Reykhólaskóla „Andleg …

Dagskrá UDN á íþróttaviku Evrópu

UDNFréttir, Uncategorized

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. UDN með stuðningi Dalabyggðar og Reykhólahrepps verður með nokkra dagskrá og hvetur alla íbúa sveitarfélaganna að taka þátt og fylgjast með …

3. kvöldmót UDN

UDNUncategorized

3. kvöldmót UDN verður haldið næstkomandi þriðjudag, 1. ágúst kl 18:00 niðri í Dal í Búðardal. Greinar 10 ára og yngri: Langstökk, boltakast, spretthlaup, hástökk og óhefðbundin grein Greinar 11 ára og eldri: Langstökk, kúla, spjótkast, kringla, spretthlaup, hástökk og óhefðbundin grein. Að móti loknu verður boðið uppá grillaðar pylsur og djús. Fjölmennum og eigum góða stund saman.

Hestamannafélagið Glaður bauð uppá útreiðanámskeið í júní

UDNUncategorized

Dagana 27 – 30 júní var haldið reiðnámskeið í Búðardal fyrir börn á aldrinum 8 – 16 ára. Kennari  var Laufey Fríða Þórarinsdóttir, reiðkennari frá Hólum og henni til aðstoðar var Kristín Þórarinsdóttir. Námskeiðið var vel sótt og var almenn ánægja með námskeiðið. Nemendur komu með sína hesta og lögð var áhersla á atriði sem nýtast við almennar útreiðar og …

Vel heppnað 1. kvöldmót sumarsins

UDNUncategorized

Þann 22. júní fór fram fyrsta kvöldmót UDN þetta sumarið. Vel var mætt og góð stemming í hópnum. Keppt var í langstökki, grjónapokahlaupi og kastgreinum. Bolta- og skutlukast hjá 10 ára og yngri. 11 ára og eldri kepptu í kúluvarpi og spjótkasti. Veðrið lék við okkur og voru 17 keppendur skráðir til leiks á aldrinum 4-61 árs. Næsta kvöldmót verður …