UDN átti sex þátttakendur á ULM á Egilsstöðum sem fram fór um Verslunarmannahelgina. Fámennt en góðmennt og tjaldbúðir í smærri kantinum að þessu sinni. Veðrið lék við Unglingalandsmótsgesti alla dagana og það gefur mikið inn í hvern dag. Okkar fólk tók þátt í grasblaki, knattspyrnu, pílukasti, kökuskreytingum, grashandbolta, borðtennis, frisbígolfi og frjálsum íþróttum. Það var góður andi í hópnum og …
Glæsilegur árangur Undra á Króksmótinu
Síðast liðna helgi 9.- 10. ágúst fór Króksmótið svokallaða fram á Sauðárkróki í fínasta veðri. Mótið er fyrir 6.-7. flokk drengja en mögulegt er að senda inn blandað lið. Á mótum sem þessum eru keppendur mörg hver að taka sín fyrstu skref á fótboltavellinum, þau eru að læra og búa til minningar. Þetta á einnig við um þjálfara, dómara og …
Alþjóðlegur þjálfari í bogfimi
Bogfimisamband Íslands (BFSÍ) hélt alþjóðlegt þjálfaranámskeið stig 1 (World Archery Coach Level 1 seminar – WACL1) á Íslandi 9-14 júní 2025. Námskeiðið var styrkt af Ólympíusamhjálpinni (OS – Olympic Solidarity) með stuðningi frá ÍSÍ og heimssambandinu (WA – World Archery). Skírteinið (diploma) gefur þeim sem ljúka námskeiðinu og prófinu alþjóðleg þjálfararéttindi stig 1 (World Archery Level 1 Coach) til fjögurra …
Jóhanna Vigdís Pálmadóttir íþróttamanneskja UDN 2024
Jóhanna Vigdís glímukona hjá GFD var kjörinn íþróttamanneskja UDN 2024 og fékk afhent verðlaunin á jörfagleðinni þar sem hún gat ekki veitt þeim viðtökur þann 2. apríl. Jóhanna Vigdís Pálmadóttir 19 ára. Jóhanna Vigdís er ein af öflugustu glímukonum landsins. Hún átti fínasta keppnisár að baki þar sem hún tók þátt á fjölbreyttum mótum bæði hérlendis og erlendis. Jóhanna er …
104. sambandsþing UDN
104. Sambandsþing UDN fór fram 2. apríl í Dalabúð. Þingið var haldið af Glímufélagi Dalamanna. Jóhanna Sigrún formaður UDN setti þing og tilnefndi Guðmundu Ólafsdóttur sem þingforseta og Guðbjörtu Lóu og Kolfinnu Ýri sem þingritara. Samþykkt samhljóða og Guðmunda tók við stjórn þingsins. Kjörbréfanefnd tók til starfa og flutt var skýrsla stjórnar og reikningar kynntir, engar umræður urðu og ársreikningar …
Þrjú tilnefnd til íþróttamanneskju UDN
Þrjár tilnefningar bárust UDN varðandi íþróttamanneskju UDN fyrir árið 2024 Í stafrófsröð: Benóní Meldal Kristjánsson 16 ára. Benóní hefur verið mjög öflugur iðkandi hjá glímufélagi Dalamanna undanfarin ár og átti mjög gott keppnisár að baki. Hann hefur sýnt mikla þrautseigju í að efla færni sína í tækni og styrk og hlífir sér ekki þegar hann hefur sett markið að einhverju. …
Námskeið fyrir gjaldkera aðildarfélaga
Hvetjum öll aðildarfélög til að skrá sig og bæta þekkingu sína á gjaldkerastarfi félaganna. Gjaldkeranámskeið Námskeið fyrir gjaldkera aðildarfélaga UDN – UMSB – HSH – ÍA Á Teams 30. janúar kl 17:30 Önnur áhugasöm einnig velkomin Skráning fer fram hér http://forms.office.com/e/de5N8BVL.si
ÍÞRÓTTAELDHUGI ÁRSINS 2024 opið fyrir tilnefningar
ÍÞRÓTTAELDHUGI ÁRSINS Íslendingar eru hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni. Íþróttaeldhugi ársins verður tilnefndur samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2024. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir þessari tilnefningu. Almenningi gefst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða til 5. desember á vefslóðinni https://isi.is/fraedsla/ithrottaeldhugi-2024/. Leitað er eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa …
Íþróttavika !
Íþróttavika Evrópu fer fram vikuna 22. – 30. september. Góð dagskrá af alskonar viðburðum bæði í Dalabygg og Reykhólahreppi. Ekki láta þetta framhjá ykkur fara. Hreyfum okkur og höfum gaman saman. #BeActive !
Titill á smábæjarleiknunum
Góður árangur hjá 6. flokki Undra krakka á smábæjarleikunum sem voru haldnir 15.- 16. júní síðastliðinn á Blönduósi. Krakkarnir hrepptu fyrsta sætið eftir spennandi undanriðil og úrslitaleik. Fínasta fótboltaveður, skýjað en þurrt að mestu. Flestir krakkarnir voru að fara á sína fjórðu Smábæjarleika og stórir draumar í farteskinu, sigur í sínum flokki. Liðið endaði í öðru sæti í sínum riðli …