Jóhanna Vigdís Pálmadóttir íþróttamanneskja UDN 2024

UDNUncategorized

Jóhanna Vigdís glímukona hjá GFD var kjörinn íþróttamanneskja UDN 2024 og fékk afhent verðlaunin á jörfagleðinni þar sem hún gat ekki veitt þeim viðtökur þann 2. apríl. Jóhanna Vigdís Pálmadóttir 19 ára. Jóhanna Vigdís er ein af öflugustu glímukonum landsins. Hún átti fínasta keppnisár að baki þar sem hún tók þátt á fjölbreyttum mótum bæði hérlendis og erlendis. Jóhanna er …

104. sambandsþing UDN

UDNUncategorized

104. Sambandsþing UDN fór fram 2. apríl í Dalabúð. Þingið var haldið af Glímufélagi Dalamanna. Jóhanna Sigrún formaður UDN setti þing og tilnefndi Guðmundu Ólafsdóttur sem þingforseta og Guðbjörtu Lóu og Kolfinnu Ýri sem þingritara. Samþykkt samhljóða og Guðmunda tók við stjórn þingsins. Kjörbréfanefnd tók til starfa og flutt var skýrsla stjórnar og reikningar kynntir, engar umræður urðu og ársreikningar …

Þrjú tilnefnd til íþróttamanneskju UDN

UDNUncategorized

Þrjár tilnefningar bárust UDN varðandi íþróttamanneskju UDN fyrir árið 2024 Í stafrófsröð: Benóní Meldal Kristjánsson 16 ára.  Benóní hefur verið mjög öflugur iðkandi hjá glímufélagi Dalamanna undanfarin ár og átti mjög gott keppnisár að baki. Hann hefur sýnt mikla þrautseigju í að efla færni sína í tækni og styrk og hlífir sér ekki þegar hann hefur sett markið að einhverju. …

Námskeið fyrir gjaldkera aðildarfélaga

UDNUncategorized

Hvetjum öll aðildarfélög til að skrá sig og bæta þekkingu sína á gjaldkerastarfi félaganna. Gjaldkeranámskeið Námskeið fyrir gjaldkera aðildarfélaga UDN – UMSB – HSH – ÍA Á Teams 30. janúar kl 17:30 Önnur áhugasöm einnig velkomin Skráning fer fram hér http://forms.office.com/e/de5N8BVL.si

ÍÞRÓTTAELDHUGI ÁRSINS 2024 opið fyrir tilnefningar

UDNUncategorized

ÍÞRÓTTAELDHUGI ÁRSINS Íslendingar eru  hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.   Íþróttaeldhugi ársins verður tilnefndur samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2024. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir þessari tilnefningu. Almenningi gefst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða til 5. desember á vefslóðinni https://isi.is/fraedsla/ithrottaeldhugi-2024/. Leitað er eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa …

Íþróttavika !

UDNUncategorized

Íþróttavika Evrópu fer fram vikuna 22. – 30. september. Góð dagskrá af alskonar viðburðum bæði í Dalabygg og Reykhólahreppi. Ekki láta þetta framhjá ykkur fara. Hreyfum okkur og höfum gaman saman. #BeActive !

Titill á smábæjarleiknunum

UDNUncategorized

Góður árangur hjá 6. flokki Undra krakka á smábæjarleikunum sem voru haldnir 15.- 16. júní síðastliðinn á Blönduósi. Krakkarnir hrepptu fyrsta sætið eftir spennandi undanriðil og úrslitaleik. Fínasta fótboltaveður, skýjað en þurrt að mestu. Flestir krakkarnir  voru að fara á sína fjórðu Smábæjarleika og stórir draumar í farteskinu, sigur í sínum flokki. Liðið endaði í öðru sæti í sínum riðli …

Guðmundur Kári varð í 1. sæti í Álafosshlaupinu

UDNUncategorized

Álafosshlaupið fór fram mánudaginn 12. júní, í Mosfellsbæ. Álafosshlaupið er sögufrægt hlaup sem fyrst var hlaupið árið 1921 að frumkvæði Sigurjóns Péturssonar á Álafossi og hefur verið haldið með hléum síðan. Framan af var hlaupið á milli Álafoss og Melavallarins í Reykjavík, síðan færðist hlaupið í nágrenni Álafoss. Kveikjan var sigling Einars Péturssonar, bróður Sigurjóns, um Reykjavíkurhöfn á kappróðrarbáti sínum …

Öruggt sumar :)

UDNUncategorized

Í sumar eru ýmsar samkomur, viðburðir og mannamót þar sem börn koma að.  Því er mikilvægt að öll þau sem koma að skipulagningu og framkvæmd íþrótta- og æskulýðsstarfs séu upplýst um það til hvers er ætlast af þeim varðandi hegðun og framkomu. Þá er einnig mikilvægt að þekkja einkenni ofbeldis og vita hvert skal leita ef vaknar grunur um að …

Guðmundur Kári í 3. sæti í Vormaraþoni 2024

UDNFréttir

Guðmundur Kári Þorgrímsson er í fantaformi þessa daganna og hleypur undir merkjum UDN bæði í götu- og víðavangshlaupum. Þann 25. apríl síðastliðin fór víðavangshlaup ÍR fram í samstarfi við Nivea, Sportvörur og Lindex. Víðavangshlaupið er eitt vinsælasta og fjölmennasta 5 km keppnishlaupið sem fram fer á Íslandi enda er hlaupið í hjarta Reykjavíkurborgar þar sem hlaupaleiðin liggur um miðbæ hennar. …