Það sem er á dagskrá næstu vikur hjá UDN er eftirfarandi:
8. ágúst kl. 19 – mánudagur – 3. kvöldmót UDN
Keppnisgreinar verða:
- 8 ára og yngri; 60m hlaup, hástökk, langstökk.
- 9-10 ára; 60m hlaup, hástökk, langstökk.
- 11-12 ára; Spjótkast, kúluvarp, hástökk, 60m hlaup.
- 13-14 ára; Spjótkast, kringlukast, hástökk, 100m hlaup.
- 15-16 ára; Spjótkast, kringlukast, hástökk, 100m hlaup.
- 17 ára og eldri; Spjótkast, kringlukast, hástökk, 100m hlaup.
Það er auðveldar framkvæmd mótsins til muna ef búið er að skrá fyrirfram. Hægt er að skrá sig fyrir kl. 15 þann 8. ágúst, með því að senda póst á udn@udn.is, nafn, aldur, félag og keppnisgrein.
13. ágúst – Sumarmót SamVest á Bíldudal.
Meira um það síðar.
27. ágúst – Fosshótelmótið – knattspyrnumót.
– 5 manna lið í 8., 7. og 6. flokki.
– 7 manna lið í 5. Og 4. flokki.
– Ef UDN nær ekki í lið þá er samt hægt að skrá einstaklinginn og hann fer í annað lið.
7. september – Lokahóf UDN – kl. 18, á Reykhólum.