Lokahof UDN fór fram í Reykhólaskóla þann 27. september síðastliðinn.
Ungmennafélagið Afturelding bauð uppá bogfimikynningu sem einnig var hluti af íþróttaviku Evrópu.
UDN bauð uppá grillaða hamborgara og drykki, síðan voru veittar viðurkenningar fyrir þátttöku á kvöldmótnunum í sumar.
Keppendur fengu einnig skjal sem sýndi þeirra árangur í sumar í þeim greinum frjálsra íþrótta sem þau kepptu í.
Stigahæstu keppendur í hverjum flokki fengu verðlaunapening og þá má sjá hér:
8 ára og yngri Viðar Örn Kristjánsson
9-10 ára Sigursteinn Ísak Guðmundsson
11-12 ára Grétar Bæring Helguson
13- 14 ára Ísabella Rós Guðmundsdóttir
15 ára og eldri Baldur Valbergsson