SamVest sumarmót í Borgarnesi sunnud. 19. júlí 2015
Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS, HHF, UMFK og Umf. Skipaskagi blása til sumarmóts SamVest. Athugið breytingu á tíma og stað: mótið verður haldið á íþróttavellinum Borgarnesi sunnudaginn 19. júlí og hefst kl. 11.00.
Mótið er fyrir alla aldurshópa. Keppnisgreinar eru sem hér segir, eftir aldurshópum:
8 ára og yngri: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m hlaup
9-10 ára: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup
11-12 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, 600 m hlaup
13-14 ára: 100 m, 60 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 600/800 m hlaup
15 ára: 100 m, 100 m grindahlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 600/800 m
16 ára og eldri: 100 m, 100 m grind, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 600/800 m
Hægt verður að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins í mótaforriti FRÍ innan tíðar.
Stefnt er að því að grilla fyrir mannskapinn í lok keppni.
Skráningar berist í netfangið palli@hhf.is eða til þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir kl. 20.00 föstudaginn 17. júlí nk.
Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, það gefur mikinn stuðning.
Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þá sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á bjorgag@gmail.com eða inná SamVest-hópnum á Facebook (með nafni og félagi).
Hlökkum til að sjá ykkur!
Með frjálsíþróttakveðju,