Starfsstyrkur Dalabyggðar

UDNFréttir Leave a Comment

Stjórn UDN auglýsir eftir umsóknum. Tekið verður við umsóknum til 1. mars 2017. Úthlutað verður sem næst 1. apríl 2017, eða eftir samkomulagi. Umsóknir skulu berast í tölvupósti á udn@udn.is.

Í samræmi við lið 2 í samstarfssamningi Ungmennasambands Dalamanna og Norður Breiðfirðinga (UDN) og Dalabyggðar tekur UDN að sér að úthluta starfsstyrkjum til aðildarfélaga sinna, sem starfandi eru innan Dalabyggðar, samkvæmt reglum þessum.

Megináhersla er lögð á að styrkja starf með börnum og unglingum yngri en 16 ára og að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi.

Sjá úthlutunarreglur HÉR.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á udn@udn.is

Skildu eftir svar