Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS, HHF, UMFK og Umf. Skipaskagi blása til hins árlega sumarmóts SamVest. Mótið verður haldið á íþróttavellinum í Borgarnesi sunnudaginn 9. júlí n.k. og hefst kl. 13.00.
Mótið er fyrir alla aldurshópa. Keppnisgreinar eru sem hér segir eftir aldursflokkum:
8 ára og yngri: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m hlaup
9-10 ára: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup
11 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, spjótkast, 600 m hlaup
12 ára: sömu greinar og hjá 11 ára
13 ára: 100 m hlaup, 60 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 600/800 m
14 ára: 100 m hlaup, 80 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 600/800 m
15 ára: 100 m hlaup, grindahlaup (80 m hjá stelpum og 100 m hjá strákum), langstökk, hástökk,
kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 600/800 m
16 ára og eldri: 100 m hlaup, grindahlaup (100 m hjá stelpum/konum, en 110 m hjá strákum/körlum),
langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 600/800 m
Hægt er að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins hér í mótaforriti FRÍ.
Mótið er opið fyrir gesti og er skráningargjald á þátttakanda utan SamVest 2000 kr
Stefnt er að því að grilla fyrir mannskapinn í lok keppni.
Þátttakendur geta skráð sig og keppnisgreinar sínar inní þetta skjal hér.
Endilega skráið sem allra fyrst – og í síðasta lagi til kl. 15.00 föstudaginn 7. júlí n.k.
Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, það gefur mikinn stuðning.
Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þau sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á bjorgag@gmail.com eða inná SamVest-hópinn á Facebook (með nafni og félagi).
Fjölmennum á gott mót!
Hlökkum til að sjá ykkur!
Með frjálsíþróttakveðju
SamVest-samstarfið
Fréttin er tekin af: http://bjorg98.wixsite.com/samvest/single-post/2017/06/30/Sumarm%C3%B3t-SamVest-9-j%C3%BAl%C3%AD-2017