Þriðja og síðasta kvöldmót UDN í frjálsum íþróttum verður haldið þriðjudaginn 28. júlí í Dalnum í Búðardal. Mótið hefst klukkan 19:00.
Greinar mótsins eru;
10 ára og yngri; 60m, boltakast, hástökk, langstökk
11-12 ára; Spjótkast, kringlukast, 60m hlaup, hástökk
13 ára og eldri; Spjótkast, kringlukast, 100m hlaup og hástökk
Skráningar berist á netfangið hannasigga@audarskoli.is eða í síma 8479598 – gefa upp nafn, félag og keppnisgreinar (nýjir keppendur gefa einnig upp kennitölu). Það verður einnig skráð á staðnum, en að sem flestar skráningar séu komnar fyrirfram flýtir heilmikið fyrir.
Öll aðstoð við tímatökur, mælingar, ritun eða sækja áhöld er vel þegin!
Sjáumst,
Frjálsíþróttaráð