UDN og Snæfell hafa gert samstarfssamning í knattspyrnu hjá meistaraflokki karla. Félögin munu keppa í Lengjubikarnum og í 4. deild í sumar. Í Lengjubikarnum munu þau vera í riðli með Álftanesi, Árborg, Mídasi, Stál-úlfi og Ými. Fyrsti leikurinn verður á móti Mídasi í Akraneshöllinni föstudaginn 10. mars kl. 20. Einnig munu liðin keppa saman í 4. deild í sumar. Æfingar munu fara fram á höfuðborgarsvæðinu, á Snæfellsnesi og í Dölum.
