Íslandsmeistaramót U16/U18 í bogfimi var haldið síðastliðna helgi og átti UMF Afturelding sannarlega frábæra helgi þar. Félagið vann til tveggja Íslandsmeistaratitla, þrjú silfur og tvö brons, ásamt því að slá eitt Íslandsmet í U16 flokki.
- Ingólfur Birkir Eiríksson – Íslandsmeistari berboga U16 karla
- Svanur Gilsfjörð Bjarkason – Silfur berboga U16 karla
- Ásborg Styrmisdóttir – Silfur berboga U16 kvenna
- Ásborg Styrmisdóttir – Silfur berboga U16 (óháð kyni)
- Svanur Gilsfjörð Bjarkason – Brons – Berboga U16 (óháð kyni)
Einnig settu þau Ásborg Styrmisdóttir og Svanur Gilsfjörð Bjarkason nýtt Íslandsmet í berboga félagsliðakeppni U16 með skorið 905, en metið var áður 439 stig.
Frábært árangur, til hamingju öll.