Titill á smábæjarleiknunum

UDNUncategorized

Góður árangur hjá 6. flokki Undra krakka á smábæjarleikunum sem voru haldnir 15.- 16. júní síðastliðinn á Blönduósi. Krakkarnir hrepptu fyrsta sætið eftir spennandi undanriðil og úrslitaleik.

Fínasta fótboltaveður, skýjað en þurrt að mestu. Flestir krakkarnir  voru að fara á sína fjórðu Smábæjarleika og stórir draumar í farteskinu, sigur í sínum flokki. Liðið endaði í öðru sæti í sínum riðli eftir fjóra hörku leik á laugardeginum sem skilaði þeim í undanúrslit. Undanúrslitaleikurinn endaði í framlengingu eftir að okkar lið jafnaði rétt fyrir leikslok. Fylgdu því eftir með sigurmark sem tryggði þau áfram í úrslit. Í úrslitaleiknum mætti okkar hópur liðinu sem hafði unnið þeirra riðil daginn áður. Lið Undra mætti einbeitt til leiks og sýndu mikla samvinnu, þrautseigju og vinnusemi, sem skilaði þeim sigri og bikarnum langþráða. Sindri Geir Sigurðsson var þjálfari þeirra.

Í liðinu voru

Alex Örn Jóhannesson

Brynjar Logi Guðnason

Dalmar Logi Pálmason

Stefanía Rut Sæþórsdóttir

Unnar Jökull Arnarsson

Viðar Örn Kristjánsson

 

Til hamingju með árangurinn.