Guðmundur Kári varð í 1. sæti í Álafosshlaupinu

UDNUncategorized

Álafosshlaupið fór fram mánudaginn 12. júní, í Mosfellsbæ. Álafosshlaupið er sögufrægt hlaup sem fyrst var hlaupið árið 1921 að frumkvæði Sigurjóns Péturssonar á Álafossi og hefur verið haldið með hléum síðan. Framan af var hlaupið á milli Álafoss og Melavallarins í Reykjavík, síðan færðist hlaupið í nágrenni Álafoss. Kveikjan var sigling Einars Péturssonar, bróður Sigurjóns, um Reykjavíkurhöfn á kappróðrarbáti sínum með hvítbláa fánann í skut þann 12. júní 1913. Fáninn var tekinn í vörslu danskra varðskipsmanna. Hermt er að atburðurinn hafi hleypt auknum krafti í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á þeim tíma. UMFÍ tók fánann síðar upp og gerði að sínum. Skemmtileg staðreynd.

 

Í hlaupinu er hægt að velja annars vegar 5 km braut eða 10 km braut. Guðmundur Kári Þorgrímsson hljóp 10. km á 38: 51 sem er frábær tími og varð einnig fyrstur í mark. Sléttir mínútu á undan næsta manni. hér má sjá nánari úrslit : https://timataka.net/alafosshlaupid2024/urslit/?race=1&cat=overall