Jóhanna Vigdís Pálmadóttir íþróttamanneskja UDN 2024

UDNUncategorized

Jóhanna Vigdís glímukona hjá GFD var kjörinn íþróttamanneskja UDN 2024 og fékk afhent verðlaunin á jörfagleðinni þar sem hún gat ekki veitt þeim viðtökur þann 2. apríl.

Jóhanna Vigdís Pálmadóttir 19 ára. Jóhanna Vigdís er ein af öflugustu glímukonum landsins. Hún átti fínasta keppnisár að baki þar sem hún tók þátt á fjölbreyttum mótum bæði hérlendis og erlendis.
Jóhanna er sá iðkandi sem er alltaf fyrst til að veita hjálparhönd og leiðbeina yngri keppendum. Hún hefur metnað til að bæta sig og setur þá vinnu sem þarf í það til þess að ná árangri.

Við óskum henni til hamingju með nafnbótina. Þetta er í þriðja sinn sem Jóhanna er kjörinn íþróttamanneskja UDN.