Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim sem leggur mikla áherslu á þjálfun barna og unglinga og hefur starf þeirra alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard og Trent Alexander-Arnold. Allir þátttakendur á námskeiðinu voru undir stjórn þjálfara frá Liverpool. Þeim til aðstoðar voru íslenskir þjálfarar sem sáu meðal annars um að túlka á íslensku. Skipt var í hópa eftir aldri og sérstakir æfingahópar voru í boði fyrir markmenn.
Þann 9.-11. júní fór Liverpoolskólinn fram í Mosfellsbæ. Þetta er annað árið sem börn frá íþróttafélaginu Undra taka þátt. Í ár fóru 9 börn og var mikil gleði með námskeiðið.