Þrjár tilnefningar bárust UDN varðandi íþróttamanneskju UDN fyrir árið 2024
Í stafrófsröð:
Benóní Meldal Kristjánsson 16 ára. Benóní hefur verið mjög öflugur iðkandi hjá glímufélagi Dalamanna
undanfarin ár og átti mjög gott keppnisár að baki. Hann hefur sýnt mikla þrautseigju í að efla færni sína í tækni og styrk og hlífir sér ekki þegar hann hefur sett markið að einhverju. Hann er mikil fyrirmynd og sérstaklega fyrir léttari keppendur og hefur sýnt fram á að þyngd og kraftar er ekki nóg til þess að fella andstæðing í glímu.
Guðmundur Kári Þorgrímsson 25 ára. Guðmundur Kári hefur verið ötull hlaupari síðast liðin ár og árið 2024 var ár mikilla bætinga og árangurs hjá honum. Guðmundur keppir undir merkjum UDN á þeim mótum sem bjóða uppá þess konar skráningu. Á síðasta ári má sjá að árangur hans og þrautseigja hefur skilað honum góðum árangri. Guðmundur Kári er góð fyrirmynd fyrir unga íþróttamenn í héraðinu okkar.
Jóhanna Vigdís Pálmadóttir 18 ára. Jóhanna Vigdís er ein af öflugustu glímukonum landsins. Hún átti fínasta keppnisár að baki þar sem hún tók þátt á fjölbreyttum mótum bæði hérlendis og erlendis.
Jóhanna er sá iðkandi sem er alltaf fyrst til að veita hjálparhönd og leiðbeina yngri keppendum. Hún hefur metnað til að bæta sig og setur þá vinnu sem þarf í það til þess að ná árangri.
Tilkynnt verður um valið á íþróttamanneskju UDN 2024 á 104. sambandsþingi á morgun 2. apríl. Stjórn allra aðildarfélaga UDN sem og allir stjórnarmeðlimir í stjórn UDN hafa kosningarétt.