UDN á ULM 2025

UDNUncategorized

UDN átti sex þátttakendur á ULM á Egilsstöðum sem fram fór um Verslunarmannahelgina. Fámennt en góðmennt og tjaldbúðir í smærri kantinum að þessu sinni. Veðrið lék við Unglingalandsmótsgesti alla dagana og það gefur mikið inn í hvern dag. Okkar fólk tók þátt í grasblaki, knattspyrnu, pílukasti, kökuskreytingum, grashandbolta, borðtennis, frisbígolfi og frjálsum íþróttum. Það var góður andi í hópnum og gaman að fylgjast með allri þátttöku þeirra. Að taka þátt, bæta sig og verða fremst meðal jafningja er allt ánægjulegt á sinn hátt. Nokkrar viðurkenningar tóku þátttakendur UDN með heim að loknu móti

Málfríður Lilja Vilbergsdóttir varð 3. í frisbególfi stúlkna 13-14 ára

Baldur Valbergsson átti gott mótt á frjáls íþróttavellinum varð í þriðja sæti í langstökki, öðru sæti í þrístökk og einn Unglingalandsmótstitill í spjótkasti 16 – 17 ára pilta. Einnig varð liðið hans í þriðja sæti í knattspyrnu.

ULM verður næst haldið á Sauðárkróki 2026 – sjáumst þar.