23. – 30. september var Íþróttavika Evrópu. Í stuttu máli er markmiðið með Íþróttaviku Evrópu að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.
UDN fékk þrjá fyrirlestra á sambandssvæðið „Hættu að væla, komdu að kæla“ með Andra. Margrét Lára og Einar Örn voru með fyrirlestur í fyrir unglingastig Auðarskóla og Reykhólaskóla „Andleg og líkamleg heilsa“ og fyrirlesturinn „Þín hleðsla“ fyrir almenning.
UMFA bauð upp á bogfimikynningu á Reykhólum í samfloti við Lokahóf UDN.
Gönguferðir, frisbígolf og sjósund voru einnig á dagskránni.
Stórgóðir fyrirlestrar og áhugaverð kynning á bogfimi. Við þökkum öllum sem að viðburðunum komu með einum eða öðrum hætti og þátttakendum fyrir komuna.
Að sama tíma að ári 
