Komdu í fotbolta með Mola- Búðardalur

Verkefnið „Komdu í fótbolta með Mola“ er hafið.  Siguróli Kristjánsson, betur þekktur sem Moli, er umsjónarmaður verkefnisins og mun hann ferðast um landið í sumar.

Moli verður í Búðardal þann 24. júní kl 10:00

Markmiðið með verkefninu er að kynna fótbolta og veita krökkum sem búa á minni stöðum á landinu aðgengi að fótboltaæfingu í sinni heimabyggð því nokkuð algengt er að krakkar sæki fótboltaæfingar út fyrir sinn heimabæ á minni stöðum á landsbyggðinni. Einnig vill KSÍ með verkefninu hvetja krakka til að hreyfa sig, borða hollan og næringarríkan mat, sofa nóg og minnka skjánotkun.

KSÍ og Landsbankinn hvetja áhugasama krakka á öllum aldri til að mæta á æfingu hjá Mola.

Dags.

24. júní, 2024

Klukkan

10:00 - 11:00
QR Code

Ungmennasamband UDN - Miðbraut 11 - NETFANG: UDN@UDN.IS