SamVest-samhæfing og mót

UDNFréttir Leave a Comment

SamVest-samæfing og mót í Laugardalshöll 2. nóvember 2013

Kynning til iðkenda og foreldra

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF

boða til samæfingar fyrir iðkendur sína.

Æfingin fer fram í Laugardalshöllinni, Reykjavík,

laugard. 2. nóvember 2013 frá kl. 9.00 – 11.30.  

Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:

Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri

Áhersla er á eftirtaldar greinar: Stangarstökk, spjótkast,

millivegalengdahlaup, spretthlaup og boðhlaup, langstökk og hástökk

(Ath. að þessar áherslur geta breyst eftir því hvaða gestaþjálfara tekst að fá,

en breytingar verða auglýstar á facebook síðu hópsins)

Gestaþjálfarar verða:

Hlynur Guðmundsson yfirþjálfari Aftureldingar Mosfellsbæ: umsjón

m. æfingunni Einar Vilhjálmsson, spjótkast og Þórey Edda Elísdóttir,

stangarstökk + 1 til 2 í viðbót (sjá tilkynningar um það inná

Facebook-síðu SamVest)

Hressing/nesti á æfingunni í boði SamVest

Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu

Eftir æfinguna býður Frjálsíþróttadeild Ármanns hópnum að taka þátt í

félagsmóti hjá þeim í Laugardalshöllinni frá kl. 12-14

(fyrir krakka í 5. til 8. bekk)

Stefnt er að því að borða saman eftir daginn, einhverstaðar nálægt

en sú máltíð er á kostnað þátttakenda.

Við höfum fengið vilyrði fyrir gistingu í Ármannsheimilinu á föstudeginum

(í göngufæri frá Laugardalshöll) en það tekur um 30 manns. Þeir sem vilja

gista þar hafi samband við Hrönn í netfangið

hronn@vesturland.is

Kæru iðkendur og foreldrar!

Endilega fjölmennum – gaman saman, í frjálsum!

Gott væri að vita hverjir hafa áhuga og komast,

t.d. með því að láta vita um mætingu inná

Facebook síðu SamVest-samstarfsins

> sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.

 

Með frjálsíþróttakveðju,

Framkvæmdaráð SamVest hópsins

Skildu eftir svar