Íþrótta og tómstundafulltrúi

UDNFréttir Leave a Comment

Dalabyggð, í samvinnu við Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN)

auglýsir starf íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að stýra metnaðarfullu og lifandi starfi.

Starfshlutfall er 50% og skiptist þannig að starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Dalabyggðar

er 30% og framkvæmdastjórn UDN 20%.

Helstu verkefni

·         Að samþætta og efla íþrótta- og tómstundastarf í Dalabyggð og stuðla að samfellu

í skóla, íþrótta- og félagsstarfi barna í sveitarfélaginu.

·         Framkvæmdastjórn UDN.

·         Yfirumsjón með vinnuskóla, félagsmiðstöð og íþróttamannvirkjum.

·         Aðstoð við ungmennaráð Dalabyggðar.

·         Skipulag og verkefnastjórn í ýmsum málum sem til falla, t.d. forvarnamál,

átaksverkefni og hátíðir.

Hæfniskröfur

·         Menntun sem nýtist í starfi.

·         Reynsla og þekking á íþrótta- og æskulýðsmálum.

·         Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum.

·         Reynsla af stjórnun, stefnumótun og fjárhagslegri ábyrgð.

·         Framsýni og metnaður í starfi.

·         Almenn tölvukunnátta.

 

Gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn komi til með að búa í Dalabyggð og hann þarf að hafa

hreint sakavottorð.  Starfsstöð verður á skrifstofu Dalabyggðar.

 

Umsókn skal skila til skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal.

Umsóknarfrestur er til og með 7. mars nk. og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Skildu eftir svar