Dalabyggð, í samvinnu við Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN)
auglýsir starf íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að stýra metnaðarfullu og lifandi starfi.
Starfshlutfall er 50% og skiptist þannig að starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Dalabyggðar
er 30% og framkvæmdastjórn UDN 20%.
Helstu verkefni
· Að samþætta og efla íþrótta- og tómstundastarf í Dalabyggð og stuðla að samfellu
í skóla, íþrótta- og félagsstarfi barna í sveitarfélaginu.
· Framkvæmdastjórn UDN.
· Yfirumsjón með vinnuskóla, félagsmiðstöð og íþróttamannvirkjum.
· Aðstoð við ungmennaráð Dalabyggðar.
· Skipulag og verkefnastjórn í ýmsum málum sem til falla, t.d. forvarnamál,
átaksverkefni og hátíðir.
Hæfniskröfur
· Menntun sem nýtist í starfi.
· Reynsla og þekking á íþrótta- og æskulýðsmálum.
· Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum.
· Reynsla af stjórnun, stefnumótun og fjárhagslegri ábyrgð.
· Framsýni og metnaður í starfi.
· Almenn tölvukunnátta.
Gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn komi til með að búa í Dalabyggð og hann þarf að hafa
hreint sakavottorð. Starfsstöð verður á skrifstofu Dalabyggðar.
Umsókn skal skila til skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal.
Umsóknarfrestur er til og með 7. mars nk. og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.