Fyrsta kvöldmót sumarins á sambandssvæðinu í frjálsum íþróttum var haldið í Búðardal í gær.
Vel var sótt á mótið og tóku alls 34 keppendur þátt og voru yngstu krakkarnir fæddir árið 2012. Keppendur voru 10 frá Aftureldingu, 10 frá Óla Pá, 9 frá Æskunni, 4 frá Stjörnunni og einn gestur.
Að sögn einn keppenda og mótstjóra var veðrið ágætt, notalegt en smá vindur og sólin var auðvitað á staðnum.
Foreldrar voru duglegir að aðstoða við mælingar skrif og að sækja áhöld og hefur kvöldið heppnast vel.
Næsta mót er á þriðjudaginn 14 júli í Búðardal en fyrir það eru tvö ungmenni hjá okkur að fara til Gautaborgar að keppa og óskum við þeim Vignir Smári Valbergsson og Steinþór Logi Arnarsson góðs gengi í Gautaborg!