Vetrarleikarnir fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 16. apríl og hefst mótið stundvíslega klukkan 12:00.
Dagskrá:
- Forkeppni
- Fjórgangur: opinn flokkur V2, barnaflokkur V5, unglingaflokkur V2 og ungmennaflokkur V2
- Fimmgangur F2: opinn flokkur
- Tölt: pollaflokkur frjáls aðferð, barnaflokkur T7, unglingaflokkur T3, ungmennaflokkur T3 og opinn flokkur T3
- Úrslit
- Fjórgangur: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur
- Fimmgangur: opinn flokkur
- Tölt: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur
- 100 m skeið (flugskeið)
Takið eftir að í barnaflokki verður keppt í V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk) og í T7 (hægt tölt og tölt á frjálsri ferð). Við skráninguna heitir fjórgangurinn samt V2 í barnaflokki eins og í hinum flokkunum.
Skráningar:
Eins og áður skrá keppendur sig með Skraningakerfi SportFengs. Þurfi einhver aðstoð við skráningar er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is
Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is
Athugið að í fjórgangi barnaflokks þarf að skrá í V2 þó keppt verði í V5.
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu, munið bara að fara inn í vörukörfu í lokin og að klára öll skref til enda. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist!
Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 14. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Í pollaflokkinn er skráð á staðnum og þar eru engin skráningagjöld.
Mótanefnd Glaðs