Sýning í reiðhöllinni 15. apríl

UDNFréttir Leave a Comment

Börnin sem nú eru á reiðnámskeiði hjá Sjöfn Sæmundsdóttur ætla að hafa sýningu í reiðhöllinni núna næsta föstudag, 15. apríl, þ.e. daginn fyrir vetrarleikana. Sýningin hefst kl. 18:00. Þrír hópar barna ætla að sýna listi sínar og hvað þau hafa verið að læra hjá Sjöfn. Við hvetjum alla til að koma í reiðhöllina og fylgjast með: foreldra, systkini, afa og ömmur, frænkur og frændur, nágranna og bara hreint alla því allir munu hafa gaman af þessu! (www.gladur.is)

Reiðnámskeið á vegum Glaðs. Myndin er fengin af heimasíðu Glaðs

Reiðnámskeið (Myndin er fengin af Facebooksíðu Glaðs)

 

Skildu eftir svar