Friðarhlaupið í Búðardal 21. júlí

UDNFréttir Leave a Comment

Við viljum hvetja sem flestir að taka þátt í Friðarhlaupið á þriðjudaginn 21. júli n.k í Búðardal.

Eldri krakkar og fullorðnir gætu hlaupið með frá minnisvarðan um Jón frá Ljárskógum og yngri frá Hjarðarholtsafleggjara og svo enn yngri í þorpinu. Hlaupið mundi enda við friðartréð sem var gróðursett fyrir tveim árum siðan. Tímaáætluninn (með fyrirvara) er að koma að minnisvarðanum kl.11 og vera komin í þorpið kl.12.

Friðarhlaupið á Íslandi
Dagana 1.-24. júlí fer fram Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið um allt Ísland, en þá mun 12 manna alþjóðlegur hópur hlaupara hlaupa á milli byggða með logandi Friðarkyndilinn. Öllum gefst færi á að taka þátt, en sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og ungmenna.

Kveikt var á Friðarkyndlinum 29. júní í ísgöngunum í Langjökli, en skipuleggjendur völdu þann stað því hann endurspeglar frið og sérstæðu Íslands og er í samræmi við þau orð Sri Chinmoy að Ísland er frumkvöðull í friðarmálum, bæði hvað varðar friðinn í hjarta þjóðarinnar og í náttúrunni.

Þann 1. júlí fór fram opnunarathöfn Friðarhlaupsins við Tjörnina í Reykjavík, en borgarstjóri setti hlaupið ásamt alþjóðlega Friðarhlaupsliðinu og börnum og ungmennum úr Reykjavík.

Friðarhlaupið –  – Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run 2015
Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.
Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað.  Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.
Friðarhlaupið hófst árið 1987 með þátttöku rúmlega 40 landa og var haldið annað hvert ár fram undir árþúsundamótin 2000, en síðustu árin hefur hlaupið verið haldið árlega.  Rúmlega 140 lönd hafa tekið þátt frá upphafi og flest löndin taka þátt árlega.
Friðarhlaupið er skipulagt af sjálfboðaliðum, en talsmaður Friðarhlaupsins er Carl Lewis, nífaldur ólympíugullverðlaunahafi.  Meðal annarra sem stutt hafa hlaupið má nefna Nelson Mandela, Mikhail Gorbachev, Móður Teresu og Desmond Tutu.
Ísland hefur tekið þátt frá upphafi.  Árið 1987 settu Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri hlaupið. Mörgum er það í fersku minni þegar Sri Chinmoy, stofnandi Friðarhlaupsins, lyfti Steingrími Hermannssyni, sem hélt á Friðarkyndlinum, en það var í opnunarathöfn íslenska hlaupsins árið 1989.
Meðal íslenskra stuðningsmanna hlaupsins má nefna Vigdísi Finnbogadóttur, sem var verndari hlaupsins í forsetatíð sinni, Halldór Blöndal fyrrv. ráðherra og forseta Alþingis, Stefán Karl Stefánsson skemmtikraftur og mannvinur og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri.
Alþjóðlega heimasíða Friðarhlaupsins er: www.peacerun.org
Íslensk heimasíða Friðarhlaupsins er: www.friðarhlaup.is
Nánari upplýsingar: Torfi Leósson, s.697-3974, iceland@peacerun.org

 

 

Skildu eftir svar