Gautaborgfarar okkar!

UDNFréttir Leave a Comment

Fyrr í sumar fóru tveir drengir, Steinþór Logi Arnarsson og Vignir Smári Valbergsson, á Gautaborgleikarnir í frjálsum.

11830934_729023090542948_1741654836_n

Þeir fengu frábært veður, eins og má sjá á myndirnar og stóðu þeir sig mjög vel! Jóhanna Sigrún Árnadóttir sendi okkur frétt frá dagarnir í Gautaborg og Steinþór lét okkur hafa myndir.

 11844168_729023120542945_2061747163_n

Ullevi íþróttavöllur í Gautaborg.
Hér má einnig sjá vinnufélaginn minn frá þegar ég vann í Gautaborgí, takk strákar fyrir að ná hann á mynd.

Gautaborgarleikar 2015

Í júlíbyrjun fóru tveir félagar úr UDN, þeir Steinþór Logi og Vignir Smári, til Gautaborgar þar sem þeir háðu keppni í frjálsum íþróttum á Gautaborgarleikunum. Þeir fóru undir merkjum SamVest ásamt sex ungmennum úr UMSB, þjálfara og einu foreldri. SamVest er samstarfsverkefni sjö héraðssambanda á Vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum og Kjalarnesi.

11830143_729023207209603_1216856032_n

Árangur þessara ungmenna var með ágætum og allir í SamVest hópnum bættu sig í a.m.k. einni grein.

Steinþór Logi keppti í fimm greinum á mótinu, 100m, 200m, 400m, langstökki og þrístökki. Hann bætti árangur sinn í fjórum greinum af þessum fimm.

Vignir Smári keppti í fjórum greinum á mótinu, langstökki, þrístökki, kúluvarpi og spjótkasti. Hann jafnaði árangur sinn í einni grein og bætti árangur sinn í þremur. Í spjótkasti bætti hann hérðasmet 15 ára pilta með kasti upp á 41,74m. Fyrra met átti Jón Egill Jónsson sett 1998, 40,68m.

Að móti loknu eyddi hópurinn þremur dögum saman við ýmsilegt skemmtilegt eins og vatnsrennibrautargarð og tívolí. Einnig var eitthvað kíkt í verslanir.

Steinþór Logi og Vignir Smári segja þetta hafa verið skemmilega reynslu að keppa á svona stórum velli og svo hafi veðrið verið einstaklega gott mótsdagana. Þeir félagar kunna öllum þeim sem studdu þá á einn eða annan hátt til fararinnar bestu þakkir.

11853874_729023237209600_1242428696_n

Skildu eftir svar