Meistaradeild Vesturlands

UDNFréttir Leave a Comment

Meistaradeild Vesturlands

Nú þegar hafinn hefur verið undirbúningur að stofnun Meistaradeildar Vesturlands í Hestaíþróttum óskar undirbúningsnefndin eftir að þeir sem kunna að hafa áhuga á þátttöku í deildinni í vetur setji sig í samband við Arnar Ásbjörnsson á netfangið arnarasbjorns@gmail.com fyrir 1. október.

Stefnt er að keppni í 5 greinum hestaíþrótta á fjórum kvöldum í febrúar og mars. Fyrirhugaðar keppnisgreinar eru Fjórgangur V1, Fimmgangur F1, Tölt T1, Gæðingafimi og Flugskeið.

Deildin er hugsuð sem vettvangur fyrir sterkustu hesta og menn á svæðinu. Gerð er krafa um að keppendur hafi náð 18 ára aldri og séu búsettir og/eða starfi á Vesturlandi.

Undirbúningsnefndin

Skildu eftir svar