Kristján Garðarsson hefur látið af formennsku að eigin ósk og tekur því varaformaður Jenný Nilsson við samkvæmt reglum. Þökkum við Kristjáni kærlega fyrir sín störf og um leið óskum við Jenný velfarnaðar í nýu starfi.
Fótboltaæfingar farnar af stað.
Fótboltaæfingar fyrir 6 – 10 bekk. Mánudaga 17:30 – 18: 30 Fimmtudaga 16:30 – 17:30 Fótboltaæfingar fyrir 1 – 5 bekk. Verða inná skólatíma og auglýstar í skólanum.
Tilkynning frá framkvæmdastjórn SamVest.
„Vegna mistaka á bókun á frjálsíþróttahöllinni í Hafnarfirði neyðumst við til að færa samæfinguna sem boðuð hafi verið á sunnudaginn. Við stefnum því á æfingu kl. 14.00 á laugardaginn 18. október.“ Hrönn Jonsdóttir sendi póst á alla sem voru búnir að skrá sig…. OG.. – Enn er hægt að skrá sig á æfinguna á hronn@vesturland.is – ATHUGIÐ æfingin er LAUGARDAGINN 18. OKT. – sjá …
Tómstundabæklingurinn fyrir 2014
Tómstundabæklingurinn klikkið hér. Þá er rétt að minna á það að fótboltaæfingar hefjast á mánudaginn fyrir 6 – 10 bekk. Klukkan 17:30 – 18:30 á sparkvelli.
SamVest-samæfing í FH höllinni Hafnarfirði
auglysing.19.okt.2014 PDF
Lokahóf UDN í frjálsum og fótbolta.
Lokahóf UDN í frjálsum íþróttum og fótbolta verður haldið við Reykhólaskóla á Reykhólum næstkomandi fimmtudag, 11. september, klukkan 19:00 Þetta er uppgjör sumarsins og m.a. verða veitt/ar…. Viðurkenningar fyrir góða mætingu á æfingar og mót Þátttökuverðlaun fyrir mætingu á kvöldmót Viðurkenningar fyrir besta afrek karla og besta afrek kvenna í sumar Viðurkenning fyrir mestar framfarir milli ára Allir fá …
Barnamót HSS
Barnamót HSS – Sævangi, laugardaginn 30. ágúst kl. 13:00 Keppt verður í eftirfarandi greinum og aldursflokkum: Pollar og pæjur 8 ára og yngri: 60m hlaup, langstökk og boltakast. Hnokkar og hnátur 9 -10 ára: 60m hlaup, langstökk og boltakast. Strákar og stelpur 11 – 12 ára: 600 m hlaup, 60m hlaup, langstökk, hástökk, spjótkast og kúluvarp. Móthaldarar eru Geislinn og …
SamVest æfing í frjálsum íþróttum
Kynning til iðkenda og foreldra Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar í frjálsum íþróttum fyrir iðkendur sína. Æfingin fer fram í Laugardalshöllinni, Reykjavík, sunnudaginn 6. apríl 2014 frá kl. 12.00 – 14.30. Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna: Æfingin er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2004) og eldri Krakkarnir fara í aldursskiptar æfingastöðvar (sjá …
Íþrótta og tómstundafulltrúi
Dalabyggð, í samvinnu við Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) auglýsir starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að stýra metnaðarfullu og lifandi starfi. Starfshlutfall er 50% og skiptist þannig að starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Dalabyggðar er 30% og framkvæmdastjórn UDN 20%. Helstu verkefni · Að samþætta og efla íþrótta- og tómstundastarf í Dalabyggð og stuðla …
SamVest-samhæfing og mót
SamVest-samæfing og mót í Laugardalshöll 2. nóvember 2013 Kynning til iðkenda og foreldra Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína. Æfingin fer fram í Laugardalshöllinni, Reykjavík, laugard. 2. nóvember 2013 frá kl. 9.00 – 11.30. Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna: Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri Áhersla …