Tölt í höllinni laugardaginn 25. febrúar

UDNFréttir Leave a Comment

Töltmót Glaðs fer fram laugardaginn 25. febrúar í Nesoddahöllinni og hefst stundvíslega klukkan 14:00. Keppt verður í T7 í öllum flokkum og það á að ríða þannig: einn hringur hægt tölt, snúið við, svo tveir hringir fegurðartölt. Tveir eru inná í einu og öllum er stjórnað af þul. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki auk yngri flokka, háð þátttöku þó eins og vant er.

Dagskrá:

Pollaflokkur (skráning á staðnum)

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

Úrslit í yngri flokkum

Karlaflokkur

Kvennaflokkur

Úrslit í fullorðinsflokkum

Skráningar:

Skráningar fara fram með skráningakerfi SportFengs eins og áður. Til að skrá sig í karlaflokk er valinn 2. flokkur en til að skrá í kvennaflokk er valinn 1. flokkur. Gjaldið er kr. 1.000 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 23. febrúar og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Ef einhver lendir í vandræðum með þetta má hafa samband við:

Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is

Nú hefur verið ákveðið að fella niður liðakeppnina þetta árið. Einstaklingar safna stigum og keppa í sínum flokkum eins og áður en það verður engin liðakeppni.

Mótanefnd Glaðs

Skildu eftir svar