Guðmundur Kári í 3. sæti í Vormaraþoni 2024

Guðmundur Kári í 3. sæti í Vormaraþoni 2024
29/04/2024 Stjórn UDN

Guðmundur Kári Þorgrímsson er í fantaformi þessa daganna og hleypur undir merkjum UDN bæði í götu- og víðavangshlaupum.

Þann 25. apríl síðastliðin fór víðavangshlaup ÍR fram í samstarfi við Nivea, Sportvörur og Lindex. Víðavangshlaupið er eitt vinsælasta og fjölmennasta 5 km keppnishlaupið sem fram fer á Íslandi enda er hlaupið í hjarta Reykjavíkurborgar þar sem hlaupaleiðin liggur um miðbæ hennar. Hlaupið fór fyrst fram árið 1916 og hefur farið fram ætíð síðan og oftast á Sumardaginn fyrsta fyrir utan 2021 þegar hlaupið var í maí vegna covid takmarkana.

Flestir af hröðustu hlaupurum landsins mæta í Víðavangshlaup ÍR þar sem það hefur ávallt verið talinn mikill heiður að vera með þeim fyrstu í mark og hefur endaspretturinn að og yfir marklínuna oft verið gríðar spennandi! Ekki skemmir fyrir að undanfarin ár hefur hlaupið verið Íslandsmótið í 5 km götuhlaupi og því til mikils að vinna.

Lesa nánar um hlaupið

Guðmundur Kári kom í mark á 17:02 og var í 16. sæti í sínum aldursflokki (18-39 ára). Tíminn er hans besti í 5 km hlaupi.

 

Vormaraþonið fór einnig fram á dögunum en Félag maraþonhlaupara hefur í yfir 26 ár haldið vor- og haustmaraþon og hafa þessi hlaup fyrir löngu skipað sér fastan sess og njóta sívaxandi vinsælda. Reynt hefur verið að skapa hlýja og afslappaða stemningu í kringum hlaupin. Leiðin liggur í fallegu umhverfi eftir helstu stígum borgarinnar eins fjarri allri bílaumferð og frekast er unnt. Virkilega gott og fallegt veður á mótsdegi en keppendur fengu aðeins vind í fangið eftir því sem leið á hlaupið.

Þar hljóp Guðmundur hálfmaraþon og kom þriðji í mark á tímanum 1:21:28 sem er jafnframt hans besti tími í hálfmaraþoni.

Glæsilegur árangur ! og óskum við honum innilega til hamingju með þetta

Lesa um hlaupið