Útreiðanámskeið í júní

Útreiðanámskeið í júní
09/06/2023 Stjórn UDN
Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir útreiðarnámskeiði fyrir börn seinnihluta júnímánaðar.
Hér að neðan má lesa auglýsingu sem birtist á facebook síðu félagsins. Hvetjum sem flesta til að taka þátt.
Útreiðanámskeið!
Dagana 27-30. júní verður haldið útreiðanámskeið í Búðardal fyrir börn á aldrinum 8-16 ára.
Kennarar verða Vala Sigurbergsdóttir og Laufey Fríða Þórarinsdóttir útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum. Lögð verður áhersla á atriði sem nýtast í almennar útreiðar. Nemendur þurfa sjálfir að koma með hest og allan búnað og hægt verður að geyma námskeiðshesta í girðingu á staðnum. Aðaláhersla námskeiðsins er útreiðar en einn hópurinn verður ætlaður börnum sem hafa einhverja reynslu af því að sitja og stjórna hesti en treysta sér ekki út í reiðtúr, sá hópur fær kennslu inni í reiðhöll. Nemendum verður skipt í hópa eftir getu og því eru foreldrar beðnir um að lýsa stuttlega reynslu og getu barnsins þegar skráð er á námskeiðið. Hefur barnið reynslu af útreiðum? Er barnið öruggt með sig í útreiðum? Er barnið fært um að ríða á hvaða hraða sem er? Er barnið með góða stjórn á hestinum sínum á opnu svæði (ekki á reiðvegi)?
Valberg tekur við skráningum og veitir frekari upplýsingar í tölvupósti; valbergs@mi.is, facebook/messenger skilaboðum eða í síma 894 0999.
Skráningafrestur er til laugardagsins 24. júní. Verð á námskeiðið er 10.000kr.
Til viðbótar verður boðið upp á einn stuttan tíma fyrir reynslulítil börn, föstudaginn 30. júní. Teymt verður undir börnunum á rólegum hestum. Í það þarf ekki að koma með hest né reiðtygi. Tímasetning á því verður auglýst síðar