Meistaramót 11-14 ára 2019 innanhússLaugardalshöll, Reykjavík 9.-10. febrúar
1. Skráningar: Skráning keppenda fer fram í Þór mótaforriti FRÍ. Skráning skal berast
fyrir miðnætti þriðjudaginn 5. febrúar. Síðbúnar skráningar eru leyfðar, gegn þreföldu
skráningargjaldi til kl. 10.00 föstudaginn 8. febrúar. Beiðni um slíka skráningu sendist á
gsigmars@gmail.com.
2. Skráningargjald: 750 krónur á hverja einstaklingsgrein og 1500 krónur á hverja
boðhlaupssveit.
3. Innheimta skráningargjalda: FRÍ sér um innheimtu skráningargjalda samkvæmt
reglum FRÍ þar um. Reikningar til félaga verða miðaðir við skráningar þegar
skráningarfrestur rennur út á miðnætti þriðjudaginn 5. febrúar. Viðbótarskráningar verða
innheimtar sérstaklega.
4. Þátttökuréttur: Þátttökurétt eiga þeir sem verða 11-14 ára árið sem keppnin fer fram
skv reglugerð FRÍ. Á mótinu í ár eru þetta því piltar og stúlkur fædd árin 2005-2008 að
báðum árum meðtöldum.
5. Keppnisgreinar: eru samkvæmt reglugerð FRÍ um Meistaramót Íslands 11-14 ára.
6. Tímaseðill: Drög að tímaseðli er að finna á Þór mótaforriti FRÍ. Endanlegur tímaseðill
verður birtur á Þór þegar skráningar liggja fyrir.
7. Félagsbúningar og keppnisnúmer: Keppendur klæðist félagsbúningi sínum í
keppni og eiga þeir að bera keppnisnúmer á brjósti.
8. Gaddar: Heimilt er að nota gadda allt að 6mm.
9. Nafnakall: Fer fram á keppnissvæði hverrar greinar fyrir sig. Nafnakall hefst 40 mín
fyrir hverja grein og lýkur 30 mín fyrir auglýstan tíma tæknigreina og 10 min fyrir
auglýstan tíma hlaupagreina.
10. Upphitun: Almenn upphitun skal fara fram utan keppnissvæðis. Keppendur fá
minnst eina tilraun undir stjórn greinastjóra í tæknigreinum.
11. Kúluvarp: Allir keppendur fá þrjár kasttilraunir og átta bestu fá síðan aðrar þrjár
kasttilraunir. Þyngd áhalda skv reglum FRÍ.
12. Langstökk: Allir keppendur fá þrjár tilraunir og átta bestu fá síðan aðrar þrjár
tilraunir. Piltar og stúlkur 11 ára stökkva af eins meters svæði. 12 og 13 ára stökkva af
50cm svæði og 14 ára stökkva af planka. Fari keppendafjöldi í einhverjum flokki yfir 36
áskilja mótshaldarar sér rétt til að tvískipta hópnum.
13. Hlaup: Í 60m hlaupi og 60m grindahlaupi eru hlaupnar undanrásir og til úrslita ef
keppendur eru fleiri en átta. Keppendur með átta bestu tíma í undanrásum hlaupa þá til
úrslita. Ef tveir eða fleiri eru með jafnan árangur í 8. sæti er umhlaup um sæti í úrslitum.
Í 600m hlaupi eru bein úrslit og eiga þjálfarar að skrá besta árangur keppenda ef hann
er tiltækur.
14. Boðhlaup: Í boðhlaupi eru bein úrslit. Einstaklingum er heimilt að keppa uppfyrir sig
en mega þó ekki hlaupa fyrir fleiri en eina sveit.
15. Þjófstart: Þrátt fyrir almenn ákvæði um þjófstart er keppendum 14 ára og yngri
heimilað eitt þjófstart án þess að keppandi sem olli því sé dæmdur úr leik. Hver sá
keppandi sem veldur frekara þjófstarti er dæmdur úr leik.
16. Hástökk: Byrjunarhæðir og hækkanir verða sem hér segir:
11 ára piltar og stúlkur: 102-112-117-122-127-131-134+3cm
12 ára piltar og stúlkur: 107-117-122-127-132-137-140+3cm
13 ára piltar: 122-132-137-142-147-152-155+3cm
13 ára stúlkur: 117-127-132-137-142-147-150+3cm
14 ára piltar: 127-137-142-147-152-157-160+3cm
14 ára stúlkur: 122-132-137-142-147-152-157-160+3cm
17. Verðlaun og stigakeppni: Fyrstu þrír í hverri grein vinna til verðlauna. Keppt er um
stigabikar í hverjum aldursflokki hvors kyns, alls átta flokkum og um bikar í
heildarstigakeppni félagsliða fyrir alla flokka samanlagt. Efstu 10 keppendur í hverri
grein fá stig. Ef tveir eða fleiri eru jafnir í grein skiptast stigin jafnt á milli þeirra.
18. Afhending mótsgagna: Hefst kl. 09.00 við stóra gluggann í austurenda hallarinnar.
Ekki verður haldinn tæknifundur en koma má spurningum og athugasemdum til
mótshaldara í tölvupósti á netfangið tobbak@kopavogur.is eigi síðar en á hádegi
föstudaginn 8. febrúar.
19. Keppnissvæði og áhorfendasvæði: Á keppnissvæði megi einungis keppendur og
starfsmenn vera. Þjálfarar, liðsstjórar og áhorfendur eru beðnir að halda sig á
áhorfendasvæðum.
20. Mótsstjóri: Þorbjörg Kristjánsdóttir
21. Yfirdómari: Magnús Jakobsson tilnefndur af FRÍ
22. Veitingasala: Verður í Laugardalshöll meðan á keppni stendur
23. Fánar: Óskum eftir að félög/sambönd komi með fána til að hengja upp við
áhorfendasvæðið
24. Gisting og matur: Keppendum mótsins stendur til boða svefnpokagisting í
Laugalækjarskóla sem er í göngufæri frá frjálsíþróttahöllinni. Skila þarf óskum um
gistingu/mat ekki seinna en mánudaginn 4. febrúar. Sér bréf fylgir með nánari
upplýsingum um gistingu og veitingar í boði.
24. Frekari upplýsingar: Þorbjörg Kristjánsdóttir mótsstjóri tobbak@kopavogur s.
660-6361 og Örvar Ólafsson yfirþjálfari yngri flokka – orvar@frjalsar.is s. 863-9980
F.h. frjálsíþróttadeildar Ármanns
Kristján Hallbjörnsson, formaður.